Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   mið 25. september 2024 23:23
Sölvi Haraldsson
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Helgi Guðjónsson (Víkingur)
Helgi Guðjónsson skoraði tvö í dag.
Helgi Guðjónsson skoraði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Virkilega ánægjuleg tilfinning eftir leik. Mjög gott að ná að klára þennan leik höldum okkur á toppnum áfram.“ sagði Helgi Guðjónsson, leikmaður Víkings, sem skoraði tvö mörk í kvöld gegn FH í 3-0 sigri. Hann er leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 FH

Helgi hefur núna skorað í öllum leikjum sumarsins gegn FH. Afhverju gengur Helga svona vel á móti FH?

Ég hef ekki hugmynd. Stundum passar bara eitthvað saman og svo þarf þetta að detta fyrir manni líka.

Helgi segir að það sé alltaf gaman að skora en hann setti tvö mörk í dag.

Þetta var geðveik sending hjá Aroni í fyrra markinu og svo reyndi ég að kalla eitthvað á Kalla (Karl Friðleif) í seinna markinu og hann sá mig. Gaman að setja tvö.“

Hvernig fannst Helga Víkingsliðið koma út í þennan leik eftir svekkelsið gegn KA í bikarúrslitaleiknum seinasta laugardag?

Mér fannst við koma mjög vel út í þennan leik. Við ætluðum að koma út í dag og svara fyrir bikarinn. Ég er virkilega ánægðir hvernig við komum út.

Kom það Helga á óvart að hann byrjaði ekki bikarúrslitaleikinn?

Já og nei. Við erum með rosalegan hóp og getum sett menn í margar stöður og maður treystir þjálfaranum fyrir því. Maður reynir svo bara að vera klár ef maður kemur inn á.

Hvernig leggst þessi lokaleikir í deildinni í Helga Guðjóns.

Við þurfum að halda rétt á spilunum og halda áfram að vinna. Það er eini sénsinn okkar og ef þeir (Breiðablik) gera það líka fáum við geðveika leiki í lokin.

Nánar er rætt við Helga Guðjóns í spilaranum hér að ofan.

Sterkustu leikmenn:
22. umferð - Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur)
21. umferð - Benoný Breki Andrésson (KR)
20. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
19. umferð - Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
18. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
17. umferð - Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
16. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram)
15. umferð - Benjamin Stokke (Breiðablik)
14. umferð - Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
13. umferð - Johannes Vall (ÍA)
12. umferð - Danijel Djuric (Víkingur)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)


Athugasemdir
banner
banner