Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mið 25. september 2024 23:23
Sölvi Haraldsson
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Helgi Guðjónsson (Víkingur)
Helgi Guðjónsson skoraði tvö í dag.
Helgi Guðjónsson skoraði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Virkilega ánægjuleg tilfinning eftir leik. Mjög gott að ná að klára þennan leik höldum okkur á toppnum áfram.“ sagði Helgi Guðjónsson, leikmaður Víkings, sem skoraði tvö mörk í kvöld gegn FH í 3-0 sigri. Hann er leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 FH

Helgi hefur núna skorað í öllum leikjum sumarsins gegn FH. Afhverju gengur Helga svona vel á móti FH?

Ég hef ekki hugmynd. Stundum passar bara eitthvað saman og svo þarf þetta að detta fyrir manni líka.

Helgi segir að það sé alltaf gaman að skora en hann setti tvö mörk í dag.

Þetta var geðveik sending hjá Aroni í fyrra markinu og svo reyndi ég að kalla eitthvað á Kalla (Karl Friðleif) í seinna markinu og hann sá mig. Gaman að setja tvö.“

Hvernig fannst Helga Víkingsliðið koma út í þennan leik eftir svekkelsið gegn KA í bikarúrslitaleiknum seinasta laugardag?

Mér fannst við koma mjög vel út í þennan leik. Við ætluðum að koma út í dag og svara fyrir bikarinn. Ég er virkilega ánægðir hvernig við komum út.

Kom það Helga á óvart að hann byrjaði ekki bikarúrslitaleikinn?

Já og nei. Við erum með rosalegan hóp og getum sett menn í margar stöður og maður treystir þjálfaranum fyrir því. Maður reynir svo bara að vera klár ef maður kemur inn á.

Hvernig leggst þessi lokaleikir í deildinni í Helga Guðjóns.

Við þurfum að halda rétt á spilunum og halda áfram að vinna. Það er eini sénsinn okkar og ef þeir (Breiðablik) gera það líka fáum við geðveika leiki í lokin.

Nánar er rætt við Helga Guðjóns í spilaranum hér að ofan.

Sterkustu leikmenn:
22. umferð - Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur)
21. umferð - Benoný Breki Andrésson (KR)
20. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
19. umferð - Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
18. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
17. umferð - Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
16. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram)
15. umferð - Benjamin Stokke (Breiðablik)
14. umferð - Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
13. umferð - Johannes Vall (ÍA)
12. umferð - Danijel Djuric (Víkingur)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)


Athugasemdir
banner