Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mið 25. september 2024 23:23
Sölvi Haraldsson
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Helgi Guðjónsson (Víkingur)
Helgi Guðjónsson skoraði tvö í dag.
Helgi Guðjónsson skoraði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Virkilega ánægjuleg tilfinning eftir leik. Mjög gott að ná að klára þennan leik höldum okkur á toppnum áfram.“ sagði Helgi Guðjónsson, leikmaður Víkings, sem skoraði tvö mörk í kvöld gegn FH í 3-0 sigri. Hann er leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 FH

Helgi hefur núna skorað í öllum leikjum sumarsins gegn FH. Afhverju gengur Helga svona vel á móti FH?

Ég hef ekki hugmynd. Stundum passar bara eitthvað saman og svo þarf þetta að detta fyrir manni líka.

Helgi segir að það sé alltaf gaman að skora en hann setti tvö mörk í dag.

Þetta var geðveik sending hjá Aroni í fyrra markinu og svo reyndi ég að kalla eitthvað á Kalla (Karl Friðleif) í seinna markinu og hann sá mig. Gaman að setja tvö.“

Hvernig fannst Helga Víkingsliðið koma út í þennan leik eftir svekkelsið gegn KA í bikarúrslitaleiknum seinasta laugardag?

Mér fannst við koma mjög vel út í þennan leik. Við ætluðum að koma út í dag og svara fyrir bikarinn. Ég er virkilega ánægðir hvernig við komum út.

Kom það Helga á óvart að hann byrjaði ekki bikarúrslitaleikinn?

Já og nei. Við erum með rosalegan hóp og getum sett menn í margar stöður og maður treystir þjálfaranum fyrir því. Maður reynir svo bara að vera klár ef maður kemur inn á.

Hvernig leggst þessi lokaleikir í deildinni í Helga Guðjóns.

Við þurfum að halda rétt á spilunum og halda áfram að vinna. Það er eini sénsinn okkar og ef þeir (Breiðablik) gera það líka fáum við geðveika leiki í lokin.

Nánar er rætt við Helga Guðjóns í spilaranum hér að ofan.

Sterkustu leikmenn:
22. umferð - Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur)
21. umferð - Benoný Breki Andrésson (KR)
20. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
19. umferð - Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
18. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
17. umferð - Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
16. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram)
15. umferð - Benjamin Stokke (Breiðablik)
14. umferð - Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
13. umferð - Johannes Vall (ÍA)
12. umferð - Danijel Djuric (Víkingur)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)


Athugasemdir
banner