Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mið 25. september 2024 23:23
Sölvi Haraldsson
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Helgi Guðjónsson (Víkingur)
Helgi Guðjónsson skoraði tvö í dag.
Helgi Guðjónsson skoraði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Virkilega ánægjuleg tilfinning eftir leik. Mjög gott að ná að klára þennan leik höldum okkur á toppnum áfram.“ sagði Helgi Guðjónsson, leikmaður Víkings, sem skoraði tvö mörk í kvöld gegn FH í 3-0 sigri. Hann er leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 FH

Helgi hefur núna skorað í öllum leikjum sumarsins gegn FH. Afhverju gengur Helga svona vel á móti FH?

Ég hef ekki hugmynd. Stundum passar bara eitthvað saman og svo þarf þetta að detta fyrir manni líka.

Helgi segir að það sé alltaf gaman að skora en hann setti tvö mörk í dag.

Þetta var geðveik sending hjá Aroni í fyrra markinu og svo reyndi ég að kalla eitthvað á Kalla (Karl Friðleif) í seinna markinu og hann sá mig. Gaman að setja tvö.“

Hvernig fannst Helga Víkingsliðið koma út í þennan leik eftir svekkelsið gegn KA í bikarúrslitaleiknum seinasta laugardag?

Mér fannst við koma mjög vel út í þennan leik. Við ætluðum að koma út í dag og svara fyrir bikarinn. Ég er virkilega ánægðir hvernig við komum út.

Kom það Helga á óvart að hann byrjaði ekki bikarúrslitaleikinn?

Já og nei. Við erum með rosalegan hóp og getum sett menn í margar stöður og maður treystir þjálfaranum fyrir því. Maður reynir svo bara að vera klár ef maður kemur inn á.

Hvernig leggst þessi lokaleikir í deildinni í Helga Guðjóns.

Við þurfum að halda rétt á spilunum og halda áfram að vinna. Það er eini sénsinn okkar og ef þeir (Breiðablik) gera það líka fáum við geðveika leiki í lokin.

Nánar er rætt við Helga Guðjóns í spilaranum hér að ofan.

Sterkustu leikmenn:
22. umferð - Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur)
21. umferð - Benoný Breki Andrésson (KR)
20. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
19. umferð - Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
18. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
17. umferð - Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
16. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram)
15. umferð - Benjamin Stokke (Breiðablik)
14. umferð - Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
13. umferð - Johannes Vall (ÍA)
12. umferð - Danijel Djuric (Víkingur)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)


Athugasemdir