„Við spiluðum ekki nógu vel í þessum leik. Við vorum sjálfum okkur verstir," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 1-0 tap liðsins
„KR-ingar pressuðu okkur í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að undirbúa það en náðum ekki að leysa það nógu vel."
„KR-ingar pressuðu okkur í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að undirbúa það en náðum ekki að leysa það nógu vel."
Lestu um leikinn: FH 0 - 1 KR
Kennie Chopart skoraði sigurmarkið þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Kennie slapp þá í gegn eftir baráttu við Kassim Doumbia.
„Að fá á sig mark á sig eftir innkast á þeirra vallarhelmingi, það er ævintýralegt," sagði Heimir um markið.
Atli Viðar Björnsson byrjaði á bekknum í kvöld þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk gegn ÍA í síðasta leik. Aðspurður út í það af hverju Atli var settur á bekkinn sagði Heimir: „Það er of stutt á milli leikja."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar talar Heimir einnig um endurkomu Jóns Jónssonar í leikmannahópinn og meiðsli Jonathan Hendrickx.
Athugasemdir