
„Það er gaman að sjá hvað það eru margir þarna og stemningin ríkjandi í Thun. Það er stemning í bænum. Nú er bara að setja alla orku í þennan leik í kvöld og vinna," segir Hilmar Jökull, formaður Tólfunnar, sem er mættur til Thun í Sviss.
Íslendingar verða í meirihluta í stúkunni í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Noregi í sínum síðasta leik í riðlakeppni EM.
Íslendingar verða í meirihluta í stúkunni í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Noregi í sínum síðasta leik í riðlakeppni EM.
Lestu um leikinn: Noregur 4 - 3 Ísland
„Thun er blá núna, ég held að ég hafi séð eina Noregs-treyju síðan ég kom í bæinn. Ég held að það muni bara heyrast í íslenskum stuðningsmönnum í kvöld," segir Sindri Þór Sigurðsson, varaformaður Tólfunnar.
Þeir félagar eru bjartsýnir fyrir leik kvöldsins en Fótbolti.net hitti þá í blíðunni í Thun í dag.
Athugasemdir