Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
   þri 09. janúar 2024 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anton Logi: Held að allir í félaginu séu spenntir að hrista upp í þessu
Anton Logi Lúðvíksson.
Anton Logi Lúðvíksson.
Mynd: Haugesund
Anton í leik með Breiðabliki í sumar.
Anton í leik með Breiðabliki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óskar Hrafn er þjálfari Haugesund.
Óskar Hrafn er þjálfari Haugesund.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spenntur að fara til Noregs að takast á við nýja áskorun.
Spenntur að fara til Noregs að takast á við nýja áskorun.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er mjög spennandi. Maður þekkir þjálfarann vel og maður veit svona hvað liðið er að fara að gera, hvernig það er að fara að spila og svona. Félagið lítur mjög vel út. Maður er bara mjög spenntur að fara út, byrja að æfa og komast inn í þetta," segir Anton Logi Lúðvíksson, nýr leikmaður Haugesund, í samtali við Fótbolta.net.

Anton Logi, sem er tvítugur, varð formlega leikmaður Haugesund í síðustu viku er hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið.

Anton er annar Íslendingurinn sem Óskar Hrafn Þorvaldsson fær til Haugesund en Hlynur Freyr Karlsson kom til félagsins frá Val á dögunum.

„Ég var þarna í tvo daga og maður fékk að skoða bæinn, aðstæðurnar hjá félaginu og aðeins að sjá fólkið sem er þarna. Þetta lítur mjög vel út. Félagið er að taka smá breytingum með því að fá Óskar inn og þeir eru að fara í nýja vegferð."

Þekkir Óskar afar vel
Anton þekkir Óskar Hrafn vel en þeir unnu saman hjá Breiðabliki í nokkur ár. Anton spilaði stórt hlutverk í liði Blika á síðasta tímabili Óskars hjá félaginu.

„Maður þekkir Óskar vel og maður veit hvað hann er að fara að gera með þetta lið í raun og veru. Maður veit hvað hann vill fá frá manni sjálfur sem leikmanni. Ég er spenntur að vinna með honum aftur. Það að hann sé að þjálfa liðið spilaði stórt hlutverk í ákvörðun minni að fara þangað."

„Óskar er mjög fínn og almennilegur. Hann gerir miklar kröfur á leikmenn og getur verið mjög krefjandi, sem er gott. Það ýtir manni áfram. Persónulega finnst mér hann spila skemmtilegan fótbolta og mér líkar það. Margir sem fara út vita ekkert hvað þeir eru að fara út í og það er ákveðið öryggi í því að hann sé þjálfari liðsins þar sem maður veit nákvæmlega hvað maður fær frá honum."

Anton Logi talaði um það við heimasíðu Haugesund eftir að hann skrifaði undir að fótboltinn sem Óskar spila hefði verið mikilvægur þáttur í sinni ákvörðun.

„Ég veit hvernig fótbolta hann vill spila og hann er bara að fara að spila svipaðan fótbolta þarna úti þar sem Haugesund ætlar meira að stjórna leikjum og vera meira með boltann. Það er mjög spennandi. Þeir eru búnir að vera venjulegra lið, ef svo má segja; lið sem fellur til baka og er ekki að pæla alltof mikið í því að halda í boltann. Ég held að allir í félaginu séu spenntir fyrir því að hrista upp í þessu og spila öðruvísi fótbolta."

Anton segist ekki hafa verið í miklum samskiptum við Óskar í gegnum ferlið.

„Nei, í raun og veru ekki. Það var ekkert fyrr en ég skrifaði undir. Þá heyrði ég í honum og svo hitti ég hann úti í Haugesund í vikunni. Óskar er alltaf hress."

Spenntur að spila í Noregi
Viðræðurnar á milli Breiðabliks og Haugesund tóku dágóðan tíma en sjálfur segir Anton að hann hafi ekkert mikið verið að spá í því fyrr en tilboð var samþykkt.

„Það var í raun ekki langur aðdragandi. Ég vissi að það hefðu komið tilboð og félögin voru að kasta kaupverðinu fram og til baka á milli sín," segir Anton en það voru ekki önnur félög inn í myndinni hjá honum.

„Önnur félög? Það var ekkert komið upp á borðið. Auðvitað pælir maður í því hvort félögin séu að fara að ná saman því þegar maður heyrir af þessu þá langar manni að fara og prófa þetta. En ef félögin hefðu ekki náð saman, þá hefði líka verið ótrúlega spennandi að vera í Breiðabliki. Ég var svo sem ekkert að stressa mig á þessu."

„Auðvitað langar manni samt alltaf að fara í atvinnumennsku en maður hefur enga stjórn á því. Ég er glaður að þetta fór í gegn og er spenntur að spila út í Noregi," sagði Anton en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um landsliðsverkefnið sem hann er að fara í með A-landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner