Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fim 11. júlí 2024 17:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Vals gegn Vllaznia: Kristinn Freyr kemur inn
Kristinn Freyr snýr aftur í liðið.
Kristinn Freyr snýr aftur í liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Franz kemur líka inn.
Jakob Franz kemur líka inn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:00 á N1 vellinum að Hlíðarenda hefst viðureign Vals og Vllaznia í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Um fyrri leik liðanna er að ræða, seinni leikurinn fer fram í Albaníu eftir viku.

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, er búinn að velja byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

Hann gerir tvær breytingar frá sigrinum örugga gegn Fylki í Bestu deildinni á laugardag. Kristinn Freyr og Jakob Franz koma inn í liðið. Lúkas Logi Heimisson tekur sér sæti á bekknum en Orri Sigurður Ómarsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Aron Jóhannsson er á meðal varamanna miðað við skýrslu UEFA.

Byrjunarlið Vals:
1. Frederik Schram (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson
Athugasemdir
banner
banner