Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fim 11. júlí 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir frá tilboði í Þóri Jóhann og nefnir upphæð
Mynd: Getty Images
Ítalski fjölmiðlamaðurinn Alfredo Pedulla sagði frá því í gær að þýska félagið Eintracht Braunschweig hefði boðið 500 þúsund evrur í Þóri Jóhann Helgason sem er leikmaður Lecce.

Þórir Jóhann er 23 ára miðjumaður sem Lecce keypti af FH sumarið 2021. Í kjölfarið var Þórir nokkuð fljótur að vinna sig inn í A-landsliðið og á þar að baki sextán leiki og tvö mörk. Hann hefur þó ekki verið í hópnum síðasta árið.

Hann fékk talsvert að spila með Lecce á sínu fyrsta tímabili. Þá var liðið í B-deildinni og komst upp í Seríu A. Tímabilið 2022-23 var Þórir að mestu leyti á bekknum, en kom þó við sögu í tólf leikjum í einni sterkustu deild í heimi.

Í fyrra var hann svo lánaður til Braunschweig sem er í þýsku B-deildinni. Þar var mikil ánægja með Hafnfirðinginn og vill þýska félagið fá hann aftur í sínar raðir.

Lecce telur sig ekki hafa not fyrir hann og verður fróðlegt að sjá hvort ítalska félagið samþykki þetta tilboð.

500 þúsund evrur eru um 75 milljónir íslenskra króna. Þórir á eitt ár eftir af samningi sínum við ítalska félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner