“Gríðarlega svekktur. Við gáfum allt í þennan leik og skildum allt eftir á vellinum, eins og það á að vera. En því miður fengu þær þessa sókn og kláruðu þetta vel”, sagði Úlfur Blandon, þjálfari Vals, sem var að vonum svekktur eftir að hafa tapað framlengdum leik gegn Stjörnunni í Borgunarbikar kvenna í dag. Eina mark leiksins kom ekki fyrr en í seinni hálfleik framlengingar og það skildi liðin að í dag.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Valur
“Mér fannst við vera betri í byrjun leiks og svo líka seinni partinn á leiknum, sem og seinni partinn í framlengingunni. Þetta skiptist bara jafnt á milli tveggja liða. Við vorum uppi einhvers staðar og Stjarnan var uppi einhvers staðar. En því miður gekk þetta ekki upp hjá okkur í dag. Stjarnan fór áfram í dag”, sagði Úlfur sem virtist ekki ósáttur við spilamennsku síns liðs þó að úrslitin hafi ekki dottið með þeim.
Viðtalið við Úlf má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir























