Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann er fæddur í þetta starf"
Icelandair
Þorvaldur og Arnar á Laugardalsvelli.
Þorvaldur og Arnar á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ein gömul og góð af þeim félögum.
Ein gömul og góð af þeim félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Björn Þórisson
Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson munu nú vinna saman á nýjan leik. Arnar er orðinn landsliðsþjálfari og Þorvaldur er formaður KSÍ.

Þeir þekkjast vel, spiluðu saman í landsliðinu á árum áður og svo þjálfaði Þorvaldur nýráðinn landsliðsþjálfara á lokaári ferils hans í Fram.

Arnar var spurður út í hvernig það væri að vinna með Þorvaldi aftur er hann ræddi við fréttamenn í dag.

„Hann hefur verið hrikalega faglegur í sinni nálgun í þessu starfi. Ég held að það henti honum mjög vel, hann er fæddur í þetta starf," segir Arnar en Þorvaldur tók við sem formaður KSÍ í fyrra.

„Það var öðruvísi samband sem við áttum sem leikmenn, þá gastu djókað og verið með fíflalæti inn á milli. Hann var grjótharður inn á vellinum og er grjótharður í sínu starfi núna. Sem þjálfari var hann mjög óvinsæll hjá dómurum og andstæðingum en hann var mjög vinsæll innan leikmannahópsins. Hann var algjör 'players þjálfari' og allir leikmenn sem spiluðu undir hans stjórn dýrkuðu hann. Ég held að það sé sama sagan hérna. Allt starfsfólkið sé mjög hrifið af honum."

„Þorvaldur brennur fyrir íslenskan fótbolta. Hann valdi mig og ég ætla að endurgjalda honum greiðann með því að gera góða hluti fyrir þetta samband og fyrir landsliðið," segir landsliðsþjálfarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner