Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
   þri 16. júlí 2019 22:11
Arnar Daði Arnarsson
Þórhallur: Verðum að ná í sigur í næsta leik
Þórhallur Siggeirsson.
Þórhallur Siggeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhallur Siggeirsson þjálfari Þróttar var svekktur eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Gróttu í 12. umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld.

Þróttur fékk tækifæri til að komast yfir í leiknum en þegar upp er staðið voru það nýliðar Gróttu sem skoruðu eina mark leiksins og fóru heim á Nesið með öll stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Grótta

„Við töpuðum þessum leik og það er óþolandi. Við lögðum gríðarlega mikla orku í þetta og mér fannst vera góður gír í þessu hjá okkur. Við fórum í síðasta leik í Mosfellsbæ og áttum alls ekki góðan dag. Menn vildu svara fyrir það og menn gerðu það. Það er sorglegt að við höfum ekki náð að búa til einhver stig í leiðinni," sagði Þórhallur.

Þróttur er í 8. sæti deildarinnar nokkrum stigum fyrir ofan fallsætið. Liðið fer í Njarðvík og mætir þar Njarðvíkingum í næstu umferð en þeir eru einmitt í fallsæti deildarinnar.

„Ég er ánægður með andann og það sem menn lögðu í þennan leik. Ég vona svo innilega að við tökum pirringinn úr þessum leik með okkur inní leikinn á laugardaginn, af því að við verðum að ná í sigur þar. Þetta hugarfar og við bætum við smá gæðum og krafti þá verðum við að ná í sigur í næsta leik," sagði Þórhallur í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.
Athugasemdir
banner