Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 16. júlí 2019 22:11
Arnar Daði Arnarsson
Þórhallur: Verðum að ná í sigur í næsta leik
Þórhallur Siggeirsson.
Þórhallur Siggeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhallur Siggeirsson þjálfari Þróttar var svekktur eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Gróttu í 12. umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld.

Þróttur fékk tækifæri til að komast yfir í leiknum en þegar upp er staðið voru það nýliðar Gróttu sem skoruðu eina mark leiksins og fóru heim á Nesið með öll stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Grótta

„Við töpuðum þessum leik og það er óþolandi. Við lögðum gríðarlega mikla orku í þetta og mér fannst vera góður gír í þessu hjá okkur. Við fórum í síðasta leik í Mosfellsbæ og áttum alls ekki góðan dag. Menn vildu svara fyrir það og menn gerðu það. Það er sorglegt að við höfum ekki náð að búa til einhver stig í leiðinni," sagði Þórhallur.

Þróttur er í 8. sæti deildarinnar nokkrum stigum fyrir ofan fallsætið. Liðið fer í Njarðvík og mætir þar Njarðvíkingum í næstu umferð en þeir eru einmitt í fallsæti deildarinnar.

„Ég er ánægður með andann og það sem menn lögðu í þennan leik. Ég vona svo innilega að við tökum pirringinn úr þessum leik með okkur inní leikinn á laugardaginn, af því að við verðum að ná í sigur þar. Þetta hugarfar og við bætum við smá gæðum og krafti þá verðum við að ná í sigur í næsta leik," sagði Þórhallur í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner