Þórhallur Siggeirsson þjálfari Þróttar var svekktur eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Gróttu í 12. umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld.
Þróttur fékk tækifæri til að komast yfir í leiknum en þegar upp er staðið voru það nýliðar Gróttu sem skoruðu eina mark leiksins og fóru heim á Nesið með öll stigin þrjú.
Þróttur fékk tækifæri til að komast yfir í leiknum en þegar upp er staðið voru það nýliðar Gróttu sem skoruðu eina mark leiksins og fóru heim á Nesið með öll stigin þrjú.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 1 Grótta
„Við töpuðum þessum leik og það er óþolandi. Við lögðum gríðarlega mikla orku í þetta og mér fannst vera góður gír í þessu hjá okkur. Við fórum í síðasta leik í Mosfellsbæ og áttum alls ekki góðan dag. Menn vildu svara fyrir það og menn gerðu það. Það er sorglegt að við höfum ekki náð að búa til einhver stig í leiðinni," sagði Þórhallur.
Þróttur er í 8. sæti deildarinnar nokkrum stigum fyrir ofan fallsætið. Liðið fer í Njarðvík og mætir þar Njarðvíkingum í næstu umferð en þeir eru einmitt í fallsæti deildarinnar.
„Ég er ánægður með andann og það sem menn lögðu í þennan leik. Ég vona svo innilega að við tökum pirringinn úr þessum leik með okkur inní leikinn á laugardaginn, af því að við verðum að ná í sigur þar. Þetta hugarfar og við bætum við smá gæðum og krafti þá verðum við að ná í sigur í næsta leik," sagði Þórhallur í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.
Athugasemdir