Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
Tyrkland: Galatasaray skoraði þrjú gegn lærisveinum Mourinho
Mynd: Heimasíða Galatasaray
Mynd: EPA
Fenerbahce 1 - 3 Galatasaray
0-1 Dominik Livakovic ('20, sjálfsmark)
0-2 Dries Mertens ('28)
0-3 Gabriel Sara ('60)
1-3 Edin Dzeko ('63, víti)

Það var risaslagur í tyrkneska boltanum í dag þegar lærisveinar José Mourinho í stórliði Fenerbahce fengu Galatasaray í heimsókn.

Úr varð gríðarlega opinn og skemmtilegur leikur þar sem bæði lið voru vaðandi í færum, en gestirnir nýttu sín tækifæri mun betur.

Króatíski landsliðsmarkvörðurinn Dominik Livakovic var óheppinn að gera sjálfsmark á 20. mínútu til að koma Galatasaray yfir eftir að skot Lucas Torreira fór af stönginni og í bakið á Livakovic, áður en Dries Mertens tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning frá Victor Osimhen.

Sjáðu fyrsta mark leiksins

Gestirnir leiddu því 0-2 í leikhlé og var seinni hálfleikurinn gríðarlega fjörugur þar sem mjög mikið var um færi en aðeins tvö mörk skoruð. Heimamenn í liði Fenerbahce klúðruðu sérstaklega mikið af dauðafærum og enduðu á að tapa 1-3.

Gabriel Sara setti þriðja mark Galatasaray á 60. mínútu, eftir stoðsendingu frá Lucas Torreira, áður en Edin Dzeko minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu.

Galatasaray er með fullt hús stiga á toppi tyrknesku deildarinnar, með 18 stig eftir 6 umferðir. Fenerbahce er í öðru sæti með 13 stig eftir þetta tap.

Í byrjunarliði Fenerbahce mátti finna leikmenn á borð við Caglar Söyüncü, Fred, Dusan Tadic og Allan Saint-Maximin, á meðan Sofyan Amrabat, Youssef En-Nesyri og Cengiz Ünder komu inn af bekknum.

Byrjunarlið Galatasaray var heldur ekki af verri kantinum þar sem Kerem Demirbay og Roland Sallai komu meðal annars inn af bekknum ásamt Victor Nelsson.

Vítaspyrnudómurinn sem Fenerbahce skoraði eina markið sitt eftir er afar umdeildur.

Fenerbahce's penalty vs Galatasaray
byu/Pandomia insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner