Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
   fim 22. mars 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Björn Bergmann: Veit ekki hvort ég gæti þetta án Ragga og Sverris
Icelandair
Björn Bergmann lék sex af tíu leikjum Íslands í undankeppni HM. Hér er hann á æfingu Íslands í gær.
Björn Bergmann lék sex af tíu leikjum Íslands í undankeppni HM. Hér er hann á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem maður er að hugsa um núna eru þessir tveir leikir, maður vill standa sig og vera vonandi með á HM. Það er gaman að hitta strákana og vera allir saman," segir sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson.

Björn ræddi við Fótbolta.net á æfingu Íslands í Kaliforníu þar sem leikið verður gegn Mexíkó í vináttulandsleik á föstudagskvöld, leikurinn verður klukkan 2 að íslenskum tíma aðfaranótt laugardags.

Björn Bergmann færði sig um set í janúarglugganum síðasta, yfirgaf Molde og gekk í raðir Rostov í Rússlandi. Þar spilar hann með tveimur öðrum íslenskum landsliðsmönnum; Ragnari Sigurðssyni og Sverri Inga Ingasyni.

„Það hefur verið mjög gaman síðan ég kom þangað. Það hefur hjálpað mikið að hafa Ragnar og Sverri. Ég veit ekki hvort ég gæti þetta án þeirra!"

Björn er hæstánægður innan vallar sem utan og segir að það hafi gert sér gott að komast í sterkari deild og er ánægður með hvernig sér hefur gengið persónulega í fyrstu leikjunum í Rússlandi.

Hann telur að Rússarnir muni skila góðu heimsmeistaramóti í sumar.

„Miðað við það sem ég hef séð hingað til þá verður þetta geggjað. Þetta er risastórt. Þeir vilja allt fyrir mann gera. Tungumálið gæti reynst Íslendingum erfitt, það er enginn sem talar góða ensku þarna. Við erum alltaf með túlk með okkur og svo er Raggi orðinn frekar góður í rússneskunni."

Viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner