Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
Nadía: Við erum að vinna þannig það hlýtur að vera eitthvað
Guðni: Fyrir utan markaskorun þá var ekki mikill munur á þessum liðum
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Ásgeir Helgi: Það var eins og við höfum verið eitthvað stressaðir
Davíð Smári: Öllu hugrakkara lið sem mætti í seinni hálfleik
Pétur: Mér fannst þetta bara lélegur leikur hjá okkur
Árni Guðna: Hrikalega ánægður með liðið í dag
Óskar Hrafn: Fáum vinnuvélarnar fyrst áður en við hugsum um það
Haraldur Freyr: Við hefðum getað tekið alla útaf
Jóhann Kristinn: Má ekki gerast aftur
Andri Rúnar: Nánast bensínlaus eftir snúninginn
Nik Chamberlain: Fáum vonandi fleiri en 127 á völlinn
35 ára bið á enda - „Búinn að vera draumur mjög lengi"
Þúsund sinnum merkilegra fyrir KA - „Svo tekur frændi bara Roland Eradze á 93."
Hans Viktor magnaður: Mjög ánægður með þessa ákvörðun
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Úr 1. deild að bikarmeistaratitli - „Geggjað að ná þessu áður en maður hættir"
Dagur: Hugsaði bara að fagna í geðveikinni
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu ofan í hálsinn á mér"
Grímsi í geðshræringu - „Maður var gráti næst"
   sun 22. september 2024 17:34
Brynjar Óli Ágústsson
Guðni: Fyrir utan markaskorun þá var ekki mikill munur á þessum liðum
<b>Guðni Eiríksson, þjálfari FH.</b>
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins. Mér fannst ekki mikið milli þessa liða í dag,'' segir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 2-0 tap gegn Val í 3. umferð efri deild kvenna.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 FH

„Það er í raun og veru eini munurinn á liðinum finnst mér að  í dag að þær skoruðu tvö mörk en við ekki. Fyrir utan markaskorun þá var ekki mikill munur á þessum liðum.''

Liðið hjá FH er ungt og Guðni var spurður út í hvort þessi skipting deildinna sé nýttur í að gefa ungum stelpum séns til að sýna sig.

„Já algjörlega, við erum að horfa fram í tímann. Við notum þessa úrslitarkeppni sem við höfum að litlu að spila, þá er bara spurning þegar þannig er hvernig ætlum við að nýta þetta. Við erum að gefa leikmönnum tækifæri og það er gott að gefa þeim tækifæri á móti bestu liðunum,''

Aðeins tveir leikir eru eftir í Bestu deild kvenna og liggur FH í 6. sæti deildarinnar. Guðni var spurður út í hans mat á tímabilinu í ár.

„Samkvæmt plani í raun og veru. Við erum að spila í sumar á mjög ungu liði, miklu yngri en við ætluðum okkur og þetta er mikil reynsla fyrir unga leikmenn sem hafa fengið miklu stærri hlutverk þær áttu að fá. Við erum sátt með niðurstöðuna,'' segir Guðni í lokinn.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner