Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
sunnudagur 14. september
Besta-deild kvenna
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 27. ágúst
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 25. ágúst
föstudagur 22. ágúst
Besta-deild kvenna
Mjólkurbikar úrslit
mánudagur 18. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
fimmtudagur 14. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
mánudagur 11. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 13. september
Championship
Stoke City - Birmingham - 14:00
Coventry - Norwich - 14:00
Watford - Blackburn - 14:00
Wrexham - QPR - 14:00
Oxford United - Leicester - 11:30
West Brom - Derby County - 14:00
Charlton Athletic - Millwall - 11:30
Sheff Wed - Bristol City - 14:00
Swansea - Hull City - 14:00
Preston NE - Middlesbrough - 11:30
FA Cup
Pickering Town - Runcorn Linnets - 11:30
Fylde - Bamber Bridge - 14:00
Telford United - Kidderminster - 14:00
Totton - Torquay - 14:00
Alvechurch - Leamington - 14:00
Ashford United - Chatham - 14:00
Ashton United - Scarborough Athletic - 14:00
Bedford Town - Dagenham - 14:00
Billericay - Berkhamsted - 14:00
Bootle - Darlington - 14:00
Bracknell - Tadley - 14:00
Brixham - Dorchester - 14:00
Burgess Hill Town - Farnham - 14:00
Bury Town - Woodford Town - 14:00
Buxton - Redditch United - 14:00
Chasetown - Banbury United - 14:00
Chelmsford - Hertford - 14:00
Chertsey - Cray Valley - 14:00
Chesham United - Kings Lynn Town - 14:00
Coleshill Town - Hednesford Town - 14:00
Congleton - Chorley - 14:00
Curzon Ashton - Hebburn Town - 14:00
Deal - Egham Town - 14:00
Dunston UTS - Stocksbridge - 14:00
Eastbourne Borough - Epsom - 14:00
Ebbsfleet Utd - Ashford Town - 14:00
Enfield FC - Enfield Town - 14:00
Fareham - Sholing - 14:00
Farnborough - Dover - 14:00
FC United of Manchester - Chadderton - 14:00
Gainsborough - Rushall Olympic - 14:00
Gloucester City - Chippenham - 14:00
Gosport Borough - Poole Town - 14:00
Grimsby Borough - Halesowen Town - 14:00
Hampton and Richmond - Croydon Athletic - 14:00
Hanwell Town - Bedfont Sports - 14:00
Harborough - Worksop Town - 14:00
Hemel - Bishops Stortford - 14:00
Hitchin Town - St Albans - 14:00
Hungerford Town - Swindon Supermarine - 14:00
Hyde - Whitby Town - 14:00
Jersey Bulls - Worthing - 14:00
Leiston - Hackney Wick - 14:00
Macclesfield Town - Atherton R. - 14:00
Maidenhead Utd - Faversham Town - 14:00
Maldon and Tiptree - Stanway - 14:00
Matlock Town - Carlton Town - 14:00
Merthyr T - Torpoint - 14:00
Morpeth Town - Witton Albion - 14:00
Mulbarton Wanderers - Witham Town - 14:00
Nantwich - Trafford - 14:00
Needham Market - Eynesbury - 14:00
Newcastle Blue Star - Marine - 14:00
Peterborough Sports - Hornchurch - 14:00
Quorn - Kettering - 14:00
Racing Club Warwick - Evesham United - 14:00
Radcliffe Boro - Southport - 14:00
Royston Town - Brentwood Town - 14:00
Salisbury - Laverstock and Ford - 14:00
Shaftesbury Town - Frome Town - 14:00
Shepshed - Stamford - 14:00
South Shields - Guiseley - 14:00
Spalding United - Alfreton Town - 14:00
Sporting Khalsa - Hereford - 14:00
Stalybridge - Chester - 14:00
Steyning Town - Tonbridge Angels - 14:00
Sudbury - Aveley FC - 14:00
Sutton Coldfield Town - Stourbridge - 14:00
Taunton Town - Weston-super-Mare - 14:00
Tower Hamlets - Flackwell - 14:00
Waltham Abbey - Gorleston - 14:00
Welling Town - Slough Town - 14:00
West Auckland Town - Spennymoor Town - 14:00
Westbury United - Oxford City - 14:00
Westfields - Horsham - 14:00
Whitehawk - Walton-Hersham - 14:00
Whitstable Town - Chichester - 14:00
Wimborne Town - Bath - 14:00
Úrvalsdeildin
Fulham - Leeds - 14:00
Everton - Aston Villa - 14:00
Crystal Palace - Sunderland - 14:00
Brentford - Chelsea - 19:00
West Ham - Tottenham - 16:30
Bournemouth - Brighton - 14:00
Newcastle - Wolves - 14:00
Arsenal - Nott. Forest - 11:30
Bundesligan
Freiburg - Stuttgart - 13:30
Union Berlin - Hoffenheim - 13:30
Mainz - RB Leipzig - 13:30
Wolfsburg - Köln - 13:30
Heidenheim - Dortmund - 13:30
Bayern - Hamburger - 16:30
Frauen
Nurnberg W - Werder W - 10:00
Essen W - Hamburger W - 12:00
Vináttuleikur
Ekkert mark hefur verið skorað
Ekkert mark hefur verið skorað
Serie A
Cagliari - Parma - 13:00
Juventus - Inter - 16:00
Fiorentina - Napoli - 18:45
Eliteserien
SK Brann - Valerenga - 16:00
Molde - Fredrikstad - 14:00
Toppserien - Women
Kolbotn W - Roa W - 12:00
Stabek W - Bodo-Glimt W - 12:00
Úrvalsdeildin
Akhmat Groznyi - Lokomotiv - 13:45
Dinamo - Spartak - 13:45
FK Krasnodar - Akron - 16:30
Nizhnyi Novgorod - Orenburg - 11:00
La Liga
Athletic - Alaves - 16:30
Getafe - Oviedo - 12:00
Real Sociedad - Real Madrid - 14:15
Atletico Madrid - Villarreal - 19:00
Damallsvenskan - Women
Alingsas W - Vittsjo W - 11:00
Hammarby W - Linkoping W - 13:00
Kristianstads W - Vaxjo W - 13:00
Elitettan - Women
Gamla Upsala W - Jitex W - 11:00
Mallbacken W - Team TG W - 11:00
Orebro SK W - Elfsborg W - 11:00
Trelleborg W - KIF Orebro W - 13:00
Umea W - Hacken-2 W - 13:00
Uppsala W - Bollstanas W - 16:00
Trelleborg W - Orebro SK W - 13:00
banner
fös 28.apr 2023 14:30 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 7. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Augnabliki er spáð sjöunda sæti deildarinnar.

Augnabliki er spáð sjöunda sæti.
Augnabliki er spáð sjöunda sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kristrún Lilja Daðadóttir.
Kristrún Lilja Daðadóttir.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Kári Haraldsson.
Vilhjálmur Kári Haraldsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik á undirbúningstímabilinu.
Úr leik á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Viktoría París Sabido.
Viktoría París Sabido.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Herdís Halla er mjög efnilegur markvörður.
Herdís Halla er mjög efnilegur markvörður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik í vetur.
Úr leik í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7. Augnablik, 57 stig
8. Grindavík, 44 stig
9. Fram, 40 stig
10. KR, 38 stig

Lokastaða í fyrra: Augnablik, sem er venslafélag Breiðabliks átti svipað sumar í fyrra, og árið áður. Liðið endaði í áttunda sæti Lengjudeildarinnar með 16 stig en árið áður náði liðið í 17 stig. Augnablik hefur spilað í næst efstu deild frá 2019 og eru stelpurnar í liðinu að fá dýrmæta reynslu gegn góðum andstæðingum.

Þjálfarinn: Kristrún Lilja Daðadóttir er áfram þjálfari liðsins en hún hefur stýrt Augnabliki undanfarin tvö leiktímabil. Kristrún, eða Kitta eins og hún er kölluð, er hokin af reynslu í þjálfarabransanum en hún fær góðan mann með sér í teymið í ár; Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrir liðinu með henni. Hann stýrði liðinu áður en Kristrún tók við.

Styrkleikar: Þær spila góðan fótbolta, vilja stjórna og spila sóknarbolta. Flestir leikmenn liðsins eru búnir að vera lengi saman og þekkja vel inn á hvor aðra, en leikmenn liðsins ættu að þekkjast vel úr yngri flokkum Breiðabliks. Þær eru með reynslumikla þjálfara sem virka vel með ungum hóp. Kjarninn hefur haldist ágætlega saman. Þetta er skemmtilegt verkefni þar sem leikmenn fá að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki, tækifæri til að vaxa og dafna,

Veikleikar: Reynslan í liðinu er ekki mikil, allir leikmenn liðsins eru ungir og eru þær flestar að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Sumar í liðinu eru kannski ekki alveg tilbúnar líkamlega í meistaraflokksfótbolta í Lengjudeildinni og þær þurfa að spila á öðrum styrkleikum en það. Þær hafa misst mikilvæga leikmenn frá síðustu leiktíð og þurfa aðrir leikmenn að stíga upp.

Lykilmenn: Herdís Halla Guðbjartsdóttir, Emilía Lind Atladóttir og Viktoría París Sabido.

Fylgist með: Edith Kristín Kristjánsdóttir er gríðarlega spennandi leikmaður. Hún er miðjumaður sem er fædd árið 2008. Er að spila sitt fyrsta ár í meistaraflokki en hún þykir vera mjög efnigur leikmaður.

Komnar
Edith Kristín Kristjánsdóttir frá Breiðabliki
Eva Steinsen Jónsdóttir frá Breiðabliki
Ísabella Eiríksdóttir frá Breiðabliki
Líf Joostdóttir van Bemmel frá Breiðabliki
Rakel Sigurðardóttir frá Breiðabliki

Farnar
Björk Bjarmadóttir í Breiðablik (var á láni)
Dísella Mey Ársælsdóttir í Breiðablik (var á láni)
Eydís Helgadóttir í KR
Eyrún Vala Harðardóttir í Stjörnuna
Harpa Helgadóttir í Breiðablik (var á láni)
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir í Breiðablik (var á láni)
Hugrún Helgadóttir í KR
Júlía Katrín Baldvinsdóttir í FJölni
Katrín Sara Harðardóttir í Fylki
Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir í Fram

Að gera betur og læra meira
Kristrún Lilja, þjálfari Augnablik, segir að spáin komi svo sem ekkert mikið á óvart. „Nei nei, þetta er kannski í samræmi við niðurstöður úr Lengjubikarnum."

„En svo eru flest liðin að styrkja sig með nokkrum leikmönnum innlendum sem erlendum þannig þetta verður bara skemmtilegt fótboltasumar. Við erum spennt að hefja leik."

„Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega. Mikið um landsliðsæfingar sem gerir okkur erfitt fyrir; gaman fyrir stelpurnar minna skemmtilegt fyrir okkur Villa. En það er góð samvinna í félaginu, meistaraflokki, 3. flokki og Smárinn og við vinnum í lausnum. Þá höfum við verið með frábæra stráka í markinu á flestum æfingum."

Hún segir það mjög gott að fá Villa aftur inn í teymið. „Frábært að fá Villa inn, hann er hokinn af reynslu, kann leikinn og lumar á ýmsum óvæntu. Svo er hann eiginlega pirrandi yfirvegaður alltaf sem vegur vel upp á keppnis- og athyglisbrestinn minn," segir Kitta létt en eru miklar breytingar frá síðasta tímabili?

„Það eru alltaf breytingar. Nú eru það 5 – 6 frá síðasta tímabili sem munu tækifæri með öðrum liðum. Við reynum að styðja stelpurnar að taka næstu skref og höldum áfram að vinna með ungum og efnilegum stelpum."

Það má áfram búast við mjög ungum meðalaldri í liði Augnabliks þar sem margir efnilegir leikmenn munu fá tækifæri í hverjum einasta leik. Kitta býst við hörkukeppni í Lengjudeildinni í sumar.

„Þetta er hörkudeild og á ég von á jöfnum leikjum. Verður gaman að sjá hvernig erlendu leikmennirnir koma inn í þetta, en það er mikill metnaður og flott umgjörð hjá öllum þessum liðum. Markmiðin okkar eru framfarir, að gera betur, læra meira. Svo er það bara gamla tuggan, safna stigum."

„Ég vil hvetja fólk til þess að mæta á völlinn og hvetja þessar ungu stelpur okkar áfram í blíðu og stríðu. Lofa að það verði engin svikin; barátta, varnartilburðir, falleg mörk, gleði og ástríða verða hjá öllum liðum í Lengjudeild kvenna í ár - þrátt fyrir að hún muni ekki vera staðfest í OZ-kerfinu eins og Lengjudeild karla, í samvinnu við ÍTF!"

Fyrstu þrír leikir Augnabliks:
3. maí, HK - Augnablik (Kórinn)
12. maí, Víkingur R. - Augnablik (Víkingsvöllur)
17. maí, Augnablik - Grótta (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir