Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
þriðjudagur 23. apríl
Championship
Leicester - Southampton - 19:00
Úrvalsdeildin
Arsenal - Chelsea - 19:00
Vináttulandsleikur
Spain U-18 - Switzerland U-18 - 12:00
National cup
Lazio - Juventus - 19:00
Toppserien - Women
Valerenga W - Stabek W - 16:00
fim 27.apr 2023 09:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 9. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Fram, sem fór með sigur af hólmi í 2. deild síðasta sumar, er spáð næst neðsta sæti Lengjudeildarinnar í ár og mun falla beint niður í 2. deild ef spáin verður að veruleika.

Úr leik á undirbúningstímabilinu.
Úr leik á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Óskar Smári og Aníta Lísa stýra liðinu saman.
Óskar Smári og Aníta Lísa stýra liðinu saman.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erika Rún er lykilmaður fyrir Fram.
Erika Rún er lykilmaður fyrir Fram.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Fram og HK á undirbúningstímabilinu.
Úr leik Fram og HK á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jessie Ray og Ana Bral verða ekki áfram með liðinu í sumar.
Jessie Ray og Ana Bral verða ekki áfram með liðinu í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram er spáð níunda sæti í sumar.
Fram er spáð níunda sæti í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fram fór með sigur af hólmi í 2. deild síðasta sumar.
Fram fór með sigur af hólmi í 2. deild síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr dal draumanna.
Úr dal draumanna.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9. Fram, 40 stig
10. KR, 38 stig

Lokastaða í fyrra: Fram er með tiltölulega nýstofnað lið í kvennaboltanum en þær mættu af krafti í 2. deildina í fyrra og tóku hana með trompi. Þær stóðu uppi sem meistarar, enduðu með fjórum stigum meira en Grótta sem lenti í öðru sæti deildarinnar. Núna tekur við ný og erfiðari áskorun í Lengjudeildinni.

Þjálfararnir: Aníta Lísa Svansdóttir og Óskar Smári Haraldsson tóku við liðinu fyrir tímabilið í fyrra og komu Fram beint upp í Lengjudeildina. Þau eru bæði ung að árum en þeim hefur tekist að sanka að sér góðri reynslu á stuttum ferli. Það virkar oft ekki að vera með tvo aðalþjálfara en þau virðast ná einstaklega vel saman og vega hvort annað vel upp.

Sjá einnig:
Heimavöllurinn: Fram flaug upp í fyrstu, hverjar fara í Evrópureisu?

Styrkleikar: Það er alltaf ákveðinn styrkleiki sem felst í því að fara upp um deild, þau lið taka ýmislegt með sér í nýja keppni. Íslenskir leikmenn liðsins eru margar áfram og mun mæða mikið á þeim í sumar. Það var mikil stemning í Úlfarsárdalnum í fyrra og liðið spilaði skemmtilegan fótbolta sem hægt er að byggja á. Eins og þjálfarar liðsins hafa talað um þá er verið að gera hlutina vel hjá Fram í kvennaboltanum og það er vel staðið að liðinu.

Veikleikar: Úrslit liðsins á undirbúningstímabilinu hafa ekki verið til að hrópa húrra fyrir, bara alls ekki. Þær hafa verið að fá á sig mörg mörk og skorað fá í vetur en liðið hefur ekki alveg fundið taktinn til þessa. Jessie Ray og Ana Bral voru lykilmenn í sóknarleik Fram í fyrra en þær eru báðar horfnar á braut og tókst Fram aðeins að skora tvö mörk í Lengjubikarnum. Það hafa leikmenn verið að bætast við hópinn rétt fyrir mót og spurning hversu langan tíma það gengur fyrir þær að aðlagast.

Lykilmenn: Breukelen Woodard, Elaina Lamacchia og Erika Rún Heiðarsdóttir.

Fylgist með: Sylvía Birgisdóttir kom til Fram í vetur frá Stjörnunni. Þar er á ferðinni skemmtilegur sóknarbakvörður sem hefur verið óheppin með meiðsli síðustu ár. Hún býr yfir miklum hraða og styrk, og gæti hjálpað Fram mikið í sumar.

Komnar
Alexa Kirton frá Stjörnunni
Bríet Elvan Sæbjörnsdóttir frá Snæfellsnesi
Elaina Lamacchia frá Ítalíu
Emilía Ingvadóttir frá KR
Eva Karen Sigurdórsdóttir frá HK (á láni)
Eydís Arna Hallgrímsdóttir frá FH (á láni)
Grace Therese Santos frá Bandaríkjunum
Írena Björk Gestsdóttir frá Grindavík
Jóhanna Melkorka Þórsdóttir frá Stjörnunni (á láni)
Katrín Ásta Eyþórsdóttir frá FH (á láni)
Ólína Sif Hilmarsdóttir frá Fjölni
Sylvía Birgisdóttir frá Stjörnunni
Thelma Lind Steinarsdóttir frá Stjörnunni (á láni)
Þóra Rún Óladóttir frá Haukum
Þórey Björk Eyþórsdóttir frá Haukum
Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir frá Breiðabliki

Farnar
Ana Catarina Da Costa Bral í Hauka
Ásta Hind Ómarsdóttir í ÍR
Ástrós Eva Ingólfsdóttir frá Danmörku
Iryna Maiborodina til Úkraínu
Jessica Grace Kass Ray hætt
Lára Mist Baldursdóttir í Hauka (var á láni)
Lára Ósk Albertsdóttir í Fjölni (á láni)
Marissa Dora Zuchetto til Kanada

FRAMtíðin er björt
„Þetta er bara fín spá og kemur okkur í rauninni ekkert á óvart," segja Aníta Lísa og Óskar Smári, þjálfarar Fram, í samtali við Fótbolta.net. „Það er eðlilegt að spá okkur þessu sæti sem nýliðar og eftir veturinn. Stelpurnar eru hins vegar staðráðnar í því að afsanna þessa spá."

Fram hefur ekki verið að ná í góð úrslit á undirbúningstímabilinu en liðið endaði neðst í B-deild Lengjubikarsins.

„Undirbúningstímabilið hefur gengið bara mjög vel. Þó að úrslitin hafa ekki verið góð þá er liðið í ákveðinni vegferð og við höfum lært mikið. Margir ungir leikmenn hafa verið að spila mikilvægar mínútur og allir tekið mikinn lærdóm úr þessu. Við höfum æft vel og fórum í mjög góða æfingaferð til Spánar þannig að hópurinn er bara virkilega spenntur fyrir tímabilinu," segja þjálfararnir en það hafa orðið nokkrar breytingar á hópnum frá því í fyrra.

„Það eru einhverjar breytingar, já. Við erum með sama hrygg af íslenskum stelpum en þar sem við fórum upp um deild þá eru auðvitað einhverjar sem vildu skoða önnur lið. Þá höfum við fengið nýja leikmenn til okkar. Einnig erum við ekki með sömu erlendu leikmenn og í fyrra þannig það eru einhverjar breytingar."

„Við búumst við því að þessi deild verði rosalega jöfn og skemmtileg. Það eru mörg lið sem eru að leggja mikið í þetta og verður spennandi að sjá hvernig þetta mun spilast."

Þau segja framtíðina bjarta í Fram.

„FRAMtíðin er björt. Félagið er í fyrsta sinn í þónokkur mörg ár með meistaraflokk og yngri flokka alveg niður. Við erum í góðu samstarfi í 3. flokki með ÍR og U20 var svo stofnað núna í vetur. Það hefur verið erfitt fyrir okkur að horfa á leikmenn í öðrum liðum sem eru að spila vel sem eru uppaldar í Fram en þurftu í raun að finna sér nýtt lið þar sem það tók ekkert við eftir 5. flokk. Í dag er raunin önnur og er yngriflokkastarfið í miklum gír og blasir við okkur mjög svo bjart framtíð."

„Við hvetjum alla fótboltaáhugamenn að mæta á völlinn í Lengjudeild kvenna. Ekki bara beint til okkar stuðingsmanna - sem hafa verið hreint út sagt frábærir - heldur líka stuðningsmenn annarra liða og knattspyrnuáhugafólk yfir höfuð. Kvennaknattspyrna er í mikilli sókn og það erumjög margir frambærilegir leikmenn í Lengjudeildinni í ár, bæði innan okkar liðs og annarra liða sem við hvetjum fólk til þess að koma og horfa á spila. Auk þess teljum við eins og áður kom fram að deildin sé alltaf að verða betri og betri og búumst við þjálfarar við mjög svo skemmtilegri deild. Áfram fótbolti!" segja þau Aníta Lísa og Óskar Smári að lokum.

Fyrstu þrír leikir Fram:
2. maí, Fram - Grindavík (Framvöllur)
12. maí, HK - Fram (Kórinn)
17. maí, Fram - Víkingur R. (Framvöllur)
Athugasemdir
banner
banner