Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 14:01
Elvar Geir Magnússon
Áhugaverð nöfn í enska landsliðshópnum hjá Carsley
Angel Gomes leikmaður Lille.
Angel Gomes leikmaður Lille.
Mynd: Getty Images
Noni Madueke.
Noni Madueke.
Mynd: Getty Images
Lee Carsley.
Lee Carsley.
Mynd: Getty Images
Angel Gomes, Tino Livramento, Morgan Gibbs-White og Noni Madueke hafa allir verið valdir í enska landsliðshópinn. Þeir hafa ekki leikið fyrir landsliðið en eru valdir af bráðabirgðaþjálfaranum Lee Carsley.

Gomes er 23 ára vængmaður Lille í Frakklandi, Livramento er varnarmaður Newcastle, Gibbs-White miðjumaður Nottingham Forest og Madueke vængmaður Chelsea. Allir spiluðu fyrir Carsley með enska U21 landsliðinu.

Gomes hjálpaði enska U21 landsliðinu að vinna Evrópumótið undir stjórn Carsley 2023. Hann var í ungingastarfi Manchester United en fór til Lille 2020.

England á tvo Þjóðadeildarleiki framundan. Liðið mætir Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum í Írlandi 7. september og fær svo Finnland í heimsókn á Wembley þremur dögum síðar.

Carsley tók tímabundið við enska landsliðinu eftir að Gareth Southgate lét af störfum eftir EM í sumar.

Jack Grealish, sem var ekki valinn í lokahópinn fyrir EM, snýr aftur í landsliðshópinn og einnig Harry Maguire varnarmaður Manchester United.

Ivan Toney, Kyle Walker, Aaron Ramsdale og Marcus Rashford eru ekki í hópnum. Luke Shaw og Jude Bellingham ekki heldur en þeir tveir eru að glíma við meiðsli.

Enski landsliðshópurinn:

Markverðir: Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Newcastle United)

Varnarmenn: Marc Guehi (Crystal Palace), Ezri Konsa (Aston Villa), John Stones (Manchester City), Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Levi Colwill (Chelsea), Rico Lewis (Manchester City), Tino Livramento (Newcastle), Harry Maguire (Manchester United)

Miðjumenn: Conor Gallagher (Atletico Madrid), Kobbie Mainoo (Manchester United), Declan Rice (Arsenal), Cole Palmer (Chelsea), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Angel Gomes (Lille), Phil Foden (Manchester City)

Sóknarmenn: Jarrod Bowen (West Ham), Eberechi Eze (Crystal Palace), Jack Grealish (Manchester City), Anthony Gordon (Newcastle United), Harry Kane (Bayern Munich), Noni Madueke (Chelsea) Bukayo Saka (Arsenal), Ollie Watkins (Aston Villa).
Athugasemdir
banner
banner