Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 29. ágúst 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Andrea Pirlo rekinn frá Sampdoria
Mynd: EPA
Andrea Pirlo hefur verið rekinn frá Sampdoria eftir að liðinu mistókst að landa sigri í fyrstu þremur leikjum sínum í ítölsku B-deildinni.

Pirlo náði á síðasta tímabili að koma liðinu í umspil um sæti í A-deildinni þrátt fyrir mikil meiðslavandræði en liðið náði á endanum ekki að komast upp.

Pirlo var stórkostlegur miðjumaður á sínum tíma og vann fjölda titla með AC Milan og Juventus. Hann varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu 2006.

Á stjóraferlinum stýrði hann Juventus 2020-21 og vann ítalska bikarmeistaratitilinn. Hann starfaði í Tyrklandi áður en hann tók við Sampdoria á síðasta ári.

Andrea Sottil tekur við þjálfun Sampdoria en hann stýrði síðast Salernitana.
Athugasemdir
banner
banner
banner