Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 29. ágúst 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona þurfti að hætta við Bajcetic
Mynd: EPA
Greint var frá því í gær að Barcelona væri að blanda sér í kapphlaupið um miðjumanninn efnilega Stefan Bajcetic, sem Liverpool er tilbúið til að lána burt út tímabilið.

   28.08.2024 17:45
Barcelona reynir að fá Bajcetic lánaðan frá Liverpool


Bajcetic virtist vera á leið til RB Salzburg á lánssamningi þegar Börsungar skárust í leikinn og reyndu að fá leikmanninn til að koma til sín í staðinn.

Sú tilraun gekk þó ekki upp þar sem Börsungar geta ekki leyft sér að fá Bajcetic inn í hópinn hjá sér án þess að brjóta fjármálareglur spænska fótboltasambandsins.

Því er búist við að Bajcetic haldi áfram í viðræðum við Salzburg og muni enda þar á láni út tímabilið.

„Við bjuggumst ekki við að Barca myndi bætast við kapphlaupið. Við erum með allt tilbúið fyrir Salzburg en framtíðin er í smá óvissu sem stendur því við vitum voðalega lítið um hvað er í gangi á bakvið tjöldin," sagði faðir Stefan Bajcetic við RAC1 á Spáni.

„Ég vil að Stefan spili fyrir topp félag eins og Barca eða Liverpool. Hann er tilbúinn fyrir það skref."

Pep Lijnders, fyrrum aðstoðarþjálfari Jürgen Klopp hjá Liverpool, er aðalþjálfari Salzburg í dag og hefur miklar mætur á Bajcetic. Lijnders vill ólmur fá hann til Salzburg.
Athugasemdir
banner
banner
banner