Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 10:33
Elvar Geir Magnússon
Chelsea lánar Petrovic til Strasbourg (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Djordje Petrovic hefur samþykkt að fara til Strasbourg á lánssamningi út tímabilið.

Þessi 24 ára Serbi lék 31 sinni undir stjórn Mauricio Pochettino á síðasta tímabili en Robert Sanchez er aðalmarkvörður liðsins. Petrovic færir sig um set eftir að Chelsea keypti markvörðinn Filip Jörgensen frá Villarreal.

Petrovic skrifaði undir nýjan samning við Chelsea áður en hann samþykkti lán til Strasbourg. Franska félagið er í eigu Todd Boehly og félaga í BlueCo, sami hópur og á Chelsea.

Chelsea fékk Petrovic frá New England Revolution fyrir ári síðan.

Petrovic er þriðji leikmaður Chelsea sem gengur í raðir Strasbourg á láni, á eftir bandaríska varnarmanninum Caleb Wiley og brasilíska landsliðsmanninum Andrey Santos.

Chelsea seldi einnig vængmanninn Diego Moreira til franska félagsins fyrr í þessum mánuði.

Fyrr í morgun var gengið frá lánsskiptum markvarðarins Kepa Arrizabalaga til Bournemouth og gildir samningurinn út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner