Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 29. ágúst 2024 08:35
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Bold 
Elías nánast orðlaus: Þetta er algjörlega hræðilegt
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: EPA
Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjylland sem tapaði á grátlegan hátt 3-2 gegn Slovan Bratislava í umspili Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli og hlutirnir litu vel út fyrir dönsku meistarana sem voru 2-1 yfir í leiknum í gær þegar tíu mínútur voru eftir.

En heimamenn í Bratislava jöfnuðu á 82. mínútu og skoruðu svo sigurmarkið á 86. mínútu. Slovan Bratislava fer því í Meistaradeildina á meðan Midtjylland þarf að sætta sig við Evrópudeildina.

„Þetta er algjörlega hræðilegt. Ég veit ekki hvað hægt er að segja... þetta er erfitt. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og sköpuðum færi. Það var síðan sett pressa á okkur síðustu 30 mínúturnar... ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja," sagði Elías við Viaplay beint eftir leikinn.

„Við hefðum átt að gera betur. Við þurfum að taka sökina á okkur. Við erum betra lið en þeir og þurfum að taka þetta á kassann. Við erum gríðarlega svekktir, kannski var þetta eina tækifærið okkar til að spila í Meistaradeildinni. Það er draumur allra að gera það."
Athugasemdir
banner
banner