Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 29. ágúst 2024 09:19
Elvar Geir Magnússon
Ildefons Lima fékk Víkingstreyjuna frá Pablo Punyed
Ildefons Lima með Víkingstreyjuna.
Ildefons Lima með Víkingstreyjuna.
Mynd: X/@ildelima6
Lima í landsleik gegn Íslandi.
Lima í landsleik gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Víkings eru í Andorra þar sem þeir leika seinni leik sinn gegn Santa Coloma í umspili Sambandsdeildarinnar í kvöld klukkan 18 að íslenskum tíma.

Ekkert á að geta komið í veg fyrir að Víkingur tryggi sér sæti í Sambandsdeildinni, eftir að liðið vann 5-0 sigur í fyrri leiknum.

Pablo Punyed, sem varð fyrir krossbandaslitum í sumar, ferðaðist með Víkingi til Andorra og hann kom færandi hendi fyrir Íslandsvininn Ildefons Lima.

Eftir 26 ár og 137 leiki lék Lima sinn síðasta landsleik fyrir Andorra á síðasta ári. Hann á lengsta landsliðsferil í sögu fótboltans.

Lima hefur nokkrum sinnum komið til Íslands, síðast með Inter Escaldes þegar liðið lék gegn Víkingi í umspilinu fyrir forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2022.

Þegar Ísland og Andorra voru saman í undankeppni EM fyrir nokkrum árum var Lima duglegur að svara Íslendingum á samskiptamiðlinum sem þá hét Twitter.

Lima á eitt glæsilegasta treyjusafn sem hægt er að finna og nú hefur bæst enn frekar í safnið. Pablo gaf honum bæði treyju Víkings og einnig landsliðstreyju El Salvador. Pablo á 29 landsleiki að baki fyrir El Salvador.


Athugasemdir
banner
banner
banner