Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 18:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool hafnaði tilboði Nottingham Forest í Kelleher
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Liverpool hafnaði tilboði Nottingham Forest í írska markvörðinn Caoimhin Kelleher.


Ekki hefur komið fram hvaða upphæð Forest bauð í markvörðinn en Liverpool taldi hana of lága. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Liverpool vilji ekki selja hann undir neinum kringumstæðum.

Kelleher er 25 ára og spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool árið 2019. Hann hefur komið við sögu í 47 leikjum síðan þá en langflestir eða 26 talsins á síðustu leiktíð þar sem Alisson var að kljást við meiðsli.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, hefur tjáð sig um stöðu Kelleher og sagði að hann þyrfti að spila meira. Kelleher er í landsliðshópi Heimis sem mætir Englandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni í 7. og 10. september.


Athugasemdir
banner
banner