Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 15:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mount mögulega frá fram yfir landsleikina í október
Mynd: Getty Images
Mason Mount verður frá vegna meiðsla í næstu leikjum Manchester United vegna vöðvameiðsla. Hann segir sjálfur að hann muni missa af næstu leikjum.

„Ég lagði mikið á mig til að komast í það stand sem ég þarf að vera í og mér leið vel. Ég vildi að þið mynduð heyra frá mér hversu pirraður ég er, því ég geri ráð fyrir að þið séuð það líka," kemur fram í færslu Mount til stuðningsmanna á samfélagsmiðlum

Hann glímir við meiðsli í læri og eru fyrstu fréttir á þá leið að hann verði frá í 4-5 vikur. Ef um fimm vikur er að ræða er ansi tæpt að hann muni ná að spila leik fyrir landsleikjahléið í október. Fyrsti leikur eftir landsleikina í október fer fram þann 19. október.

Það er ekki staðfestur endurkomutími hans og hann gæti náð að taka þátt í lokaleikjunum fyrir landsleikjahléið í október.

Næstu leikir Man Utd:
1. sept Man Utd - Liverpool
14. sept Southampton - Man Utd
17. sept Man Utd - Barnsley (deildabikar)
21. sept Crystal Palace - Man Utd
25./26. sept Leikur í Evrópudeildinni
29. sept Man Utd - Spurs
3. okt Leikur í Evrópudeildinni
6. okt Aston Villa - Man Utd


Athugasemdir
banner
banner
banner