Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Napoli snýr sér að Arthur Melo
Mynd: EPA

Napoli hefur sett sig í samband við Juventus en félagið vill fá Arthur Melo til liðs við sig.


Ítalska félagið vildi fá Billy Gilmour frá Brighton en enska félagið hafnaði þeirri beiðni vegna meiðsla Matt O'Riley. O'Riley meiddist á ökkla í deildabikarnum á þriðjudagskvöldið og verður fjarverandi næstu vikurnar.

Napoli og Juventus eru í viðræðum um lánssamning en Fabrizio Romano greinir frá því að félögin muni skipta með sér launakostnaði leikmannsins.

Arthur Melo er 28 ára gamall Brasilíumaður en hann hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2020. Hann var á láni hjá Liverpool tímabilið 2022/23 en spilaði aðeins 13 mínútur. Hann var í miklum meiðslavandræðum á þeim tíma.

Hann kom við sögu 48 leikjum hjá Fiorentina á láni frá Juventus á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner