Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 14:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Romelu Lukaku keyptur til Napoli (Staðfest)
Conte og Lukaku vinna aftur saman.
Conte og Lukaku vinna aftur saman.
Mynd: EPA
Napoli hefur gengið frá kaupum á belgíska framherjanum Romelu Lukaku frá Chelsea. Lukaku var ekki í plönum Chelsea og hefur svo sem ekki verið það síðustu ár.

Hjá Napoli hittir Lukaku fyrir Antonio Conte sem náði því besta út úr Lukaku hjá Inter. Lukaku skoraði þar 47 mörk í 72 deildarleikjum.

Lukaku er 31 árs og var keyptur til Chelsea af Inter árið 2021. Chelsea greiddi 97,5 milljónir punda fyrir Lukaku sem er sjöunda hæsta kaupverð sögunnar, en hann náði ekki sömu hæðum og hann náði hjá Inter tímabilin á undan.

Napoli er sagt greiða 30 milljónir evra fyrir Lukaku og sú uppæð gæti hækkað upp í 45 milljónir evra. Hann skirfar undir þriggja ára samningvið Napoli. Hann lék á láni hjá Roma á síðasta tímabili.

Chelsea greinir þá einnig frá því að Tino Anjorin, 22 ára miðjumaður, sé farinn frá félaginu til Empoli á Ítalíu þar sem hann skrifar undir þriggja ára samning. Anjorin var í fjórtán ár hjá Chelsea og lék fimm leiki með aðalliðinu.

Athugasemdir
banner