Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 19:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Víkingur komið í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Santa Coloma 0 - 0 Víkingur R.
Lestu um leikinn


Víkingur er komið í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Santa Coloma í Andorra í kvöld.

Víkingur vann fyrri leikinn örugglega 5-0 og var leikurinn í kvöld nánast formsatriði. Arnar Gunnlaugsson stillti upp sterku liði en leikurinn var ansi rólegur og markalaust jafntefli var niðurstaðan.

Árangur Víkinga er stórkostlegeur en liðið fetar í fótspor Breiðabliks sem var fyrst íslenskra liða til að spila í lokakeppni í Evrópukeppni á síðustu leiktíð.

Breiðablik lék þá í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en það er breytt fyrirkomulag í ár þar sem Víkingur mun spila sex leiki í deildakeppni. Þrjá leiki heima og þrjá á útivelli.

Það kemur í ljós á morgun hvaða lið verða andstæðingar Víkings í deildakeppninni.


Athugasemdir
banner
banner
banner