Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 15:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveinn Aron til Sarpsborg (Staðfest) - „Aðeins of gott til að vera satt"
Skrifar undir samnings sem gildir til 2028.
Skrifar undir samnings sem gildir til 2028.
Mynd: Sarpsborg
Í leik með landsliðinu sumarið 2022.
Í leik með landsliðinu sumarið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Sarpsborg tilkynnti rétt í þessu um komu Sveins Arons Guðjohnsen til félagsins.

Sveinn Aron kemur til norska félagsins frá Hansa Rostock í Þýskalandi þar sem hann lék í hálft tímabil. Hann kemur á frjálsri sölu til Noregs.

„Ef við horfum til baka sex mánuði aftur í tímann og segjum að við gætum fengið einn besta framherjann í Allsvenskan, þá hefði það ekki verið séns. Frá fyrsta degi hefur Sveinn verið okkar skotmark. Það hefur verið aðalmarkmiðið að landa honum og mér líður eins og þetta sé aðeins of gott til að vera satt. Þetta voru erfiðar viðræður, en við erum mjög ánægðir að ná að landa honum," segir Hampus Andersson sem er yfirmaður íþróttamála hjá Sarpsborg.

„Ef Sveinn hefði ekki farið til Þýskalands, þá hefðum við aldrei fengið þetta tækifæri. Ég hef fylgst með honum í nokkur ár og veit hvað býr í honum. Við fáum klassíska 'níu' sem er góður að tengja við leikmenn í uppspili og inn í teignum. Maður fær ekki 20 landsleiki fyrir Ísland af því nafnið er Guðjohnsen. Hann hefur spilað þá af því hann stóð sig vel og vonandi getum við hjálpað honum að spila enn fleiri landsleiki. Við höfum mikla trú á Sveini," bætti Andersson við.

Sveinn er 26 ára og kláraði hann læknisskoðun hjá Sarpsborg í gær. Hann skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2028.

„Um leið og ég heyrði að Sarpsbprg hafði áhuga, þá var ég hissa og mjög ánægður. Þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá mér. Hansa Rostock féll í vor en tímabilið 2023 var mjög gott með Elfsborg. Þó að ég sé enn ungur þá hef ég upplifað marg. Ég vonast eftir því besta hjá Sarpsborg og mun gefa mig 100% fyrir félagið," segir Sveinn Aron við undirskrift.

Eins og fyrr segir á hann að baki 20 landsleiki og í þeim hefur hann skorað tvö mörk. Hann var síðast valinn í landsliðið í janúar á síðasta ári.

Sarpsborg er í 11. sæti norsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum fyrir ofan fallsæti þegar tíu umferðir eru eftir. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Brann á sunnudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner