Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Willian hyggst spila þar til hann verður fertugur
Mynd: EPA
Vængmaðurinn reynslumikli Willian segist vera opinn fyrir því að spila áfram í ensku úrvalsdeildinni. Hann er 36 ára og telur sig geta spilað til fertugs.

Brasilíski landsliðsmaðurinn er án félags en hann yfirgaf Fulham þegar samningur hans rann út í sumar.

„Ég ákvað í janúar eða febrúar eftir að hafa rætt við fjölskyldu mína og umboðsmann að yfirgefa Fulham. Ég er að skoða möguleika mína núna. Það hefur verið haft samband frá Evrópu, Englandi, Sádi-Arabíu, Katar og MLS-deildina," segir Willian sem segist þó útiloka að halda heim til Brasilíu.

„Ég er að skoða alla möguleika og vil taka rétta ákvörðun. Ég er að halda mér í líkamlegu standi og líður vel, ég tel mig geta spilað þar til ég verð 40 ára."

Þar sem Willian er samningslaus getur hann samið við félag eftir gluggalok annað kvöld. Hann hefur meðal annars spilað fyrir Chelsea og Arsenal á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner