Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregs-treyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
   mán 30. júlí 2018 21:54
Orri Rafn Sigurðarson
Helgi Sig: Gerðum þetta upp á tíu
Helgi var ánægður með sína menn í dag.
Helgi var ánægður með sína menn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir og Valur gerðu markalaust jafntefli í Egilshöll í kvöld í leik þar sem Valur var meira með boltann en Fylkir varðist gríðarlega vel.

„Við lögðum upp með að verjast og vera þéttir til baka og sækja hratt þegar tækifæri myndu gefast og við gerðum þetta upp á tíu í dag þeir sköpuðu lítið sem ekkert af færum," sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

Ólafur Ingi Skúlason byrjaði sinn fyrsta leik í dag síðan hann kom úr atvinnumennsku og bar einnig fyrirliðabandið. Hversu sterkt er það fyrir Fylki að fá svona leikmann inn?

„Það er gríðarlega mikilvægt að fá svona reynslubolta inn og hann átti frábæran leik og það booztar upp að fá góða leikmenn um borð. Hann stóð heldur betur sína blikt þó hann var kominn með krampa þegar tíu mínútur voru eftir þá gaf hann ekkert eftir og hélt það út og sýndi fordæmi."

Fylkir varðist gífurlega vel í 90 mínútur eins og áður kom fram en voru einnig ógnandi í skyndisóknum sínum og hefðu í nokkrum tilvikum getað gert betur.

„Það er oft þannig þegar maður er að verjast mikið og liggur mikið til baka þá fer mikill kraftur í þessi boltalausu hlaup svo þegar við vinnum boltann þá eru ekki teknar réttu ákvarðanir en með smá skynsemi hefðum við getað skapað okkur betri færi."

Í lok fyrri hálfleiks hitnaði aðeins í kolunum milli Helga og Óla Jó og voru nokkur vel valin orð látin falla. Helgi gaf lítið fyrir það.

„Nei, nei, það er bara eins og er í hita leiksins og ekkert mál það eru engir eftirmálar af því frá mér ég er búin að biðja hann afsökunar en það er ekkert mál. Það er oft æsingur í þessu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner