Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 30. júlí 2018 21:54
Orri Rafn Sigurðarson
Helgi Sig: Gerðum þetta upp á tíu
Helgi var ánægður með sína menn í dag.
Helgi var ánægður með sína menn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir og Valur gerðu markalaust jafntefli í Egilshöll í kvöld í leik þar sem Valur var meira með boltann en Fylkir varðist gríðarlega vel.

„Við lögðum upp með að verjast og vera þéttir til baka og sækja hratt þegar tækifæri myndu gefast og við gerðum þetta upp á tíu í dag þeir sköpuðu lítið sem ekkert af færum," sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

Ólafur Ingi Skúlason byrjaði sinn fyrsta leik í dag síðan hann kom úr atvinnumennsku og bar einnig fyrirliðabandið. Hversu sterkt er það fyrir Fylki að fá svona leikmann inn?

„Það er gríðarlega mikilvægt að fá svona reynslubolta inn og hann átti frábæran leik og það booztar upp að fá góða leikmenn um borð. Hann stóð heldur betur sína blikt þó hann var kominn með krampa þegar tíu mínútur voru eftir þá gaf hann ekkert eftir og hélt það út og sýndi fordæmi."

Fylkir varðist gífurlega vel í 90 mínútur eins og áður kom fram en voru einnig ógnandi í skyndisóknum sínum og hefðu í nokkrum tilvikum getað gert betur.

„Það er oft þannig þegar maður er að verjast mikið og liggur mikið til baka þá fer mikill kraftur í þessi boltalausu hlaup svo þegar við vinnum boltann þá eru ekki teknar réttu ákvarðanir en með smá skynsemi hefðum við getað skapað okkur betri færi."

Í lok fyrri hálfleiks hitnaði aðeins í kolunum milli Helga og Óla Jó og voru nokkur vel valin orð látin falla. Helgi gaf lítið fyrir það.

„Nei, nei, það er bara eins og er í hita leiksins og ekkert mál það eru engir eftirmálar af því frá mér ég er búin að biðja hann afsökunar en það er ekkert mál. Það er oft æsingur í þessu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner