Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
   fös 31. maí 2024 19:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ried
Nokkrir saumar farnir en spáir lítið í því - „Ég hefði viljað halda áfram að spila"
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að þetta sé ekki skelfileg niðurstaða fyrir okkur. Við eigum heimaleikinn inni og það er bara að duga eða að drepast," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, eftir 1-1 jafntefli gegn Austurríki í undankeppni EM í kvöld.

Lestu um leikinn: Austurríki 1 -  1 Ísland

„Ég er svolítið svekkt að hafa ekki tekið öll þrjú stigin. Mér fannst við vera líklegri aðilinn til að skora annað markið. Ég hefði viljað halda áfram að spila því ég er viss um að við hefðum skorað næsta mark," sagði Sveindís en Ísland mætir Austurríki aftur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn.

„En það er gott að við eigum strax leik á þriðjudaginn. Það er leikur sem við verðum að vinna."

Sveindís meiddist stuttu fyrir landsleikjagluggann þegar hún varð fyrir ljótu broti í leik með Wolfsburg. Hún fékk stóran skurð á hnéð en spilaði samt í dag. Héldu allir saumarnir?

„Næstum því. Það eru einhverjir farnir og það þarf eitthvað að kíkja á þetta. Þetta er ekkert hættulegt. Ég verð alveg 100 prósent klár á þriðjudaginn."

„Það er það besta í stöðunni að fá að spila strax aftur við þær. Ég er svekkt að hafa ekki tekið þrjú stigin. Það er ekkert annað í stöðunni (en að klára þær á heimavelli). Þetta er okkar heimavöllur og þar eigum við að taka öll þrjú stigin," sagði Sveindís.
Athugasemdir
banner