Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   fös 31. maí 2024 19:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ried
Nokkrir saumar farnir en spáir lítið í því - „Ég hefði viljað halda áfram að spila"
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að þetta sé ekki skelfileg niðurstaða fyrir okkur. Við eigum heimaleikinn inni og það er bara að duga eða að drepast," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, eftir 1-1 jafntefli gegn Austurríki í undankeppni EM í kvöld.

Lestu um leikinn: Austurríki 1 -  1 Ísland

„Ég er svolítið svekkt að hafa ekki tekið öll þrjú stigin. Mér fannst við vera líklegri aðilinn til að skora annað markið. Ég hefði viljað halda áfram að spila því ég er viss um að við hefðum skorað næsta mark," sagði Sveindís en Ísland mætir Austurríki aftur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn.

„En það er gott að við eigum strax leik á þriðjudaginn. Það er leikur sem við verðum að vinna."

Sveindís meiddist stuttu fyrir landsleikjagluggann þegar hún varð fyrir ljótu broti í leik með Wolfsburg. Hún fékk stóran skurð á hnéð en spilaði samt í dag. Héldu allir saumarnir?

„Næstum því. Það eru einhverjir farnir og það þarf eitthvað að kíkja á þetta. Þetta er ekkert hættulegt. Ég verð alveg 100 prósent klár á þriðjudaginn."

„Það er það besta í stöðunni að fá að spila strax aftur við þær. Ég er svekkt að hafa ekki tekið þrjú stigin. Það er ekkert annað í stöðunni (en að klára þær á heimavelli). Þetta er okkar heimavöllur og þar eigum við að taka öll þrjú stigin," sagði Sveindís.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner