Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   fös 01. desember 2017 17:31
Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgríms: Erum eins og hjón sem eru alltaf að reyna að skilja
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er rómantík í því að fá Argentínu í fyrsta leik, velkomnir á heimsmeistaramótið. Við vitum allt um það lið og hversu sterkir þeir eru. Þetta eru allt þjóðir með mikla reynslu af lokakeppninni," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í viðtali í Akraborginni.

Smelltu hér til að sjá riðlana á HM en Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu.

„Það er stutt á milli leikvalla. Ég sé enga ástæðu fyrir því að Íslendingar ættu ekki að flykkjast til Rússlands og vera þar lengi næsta sumar."

Í viðtalinu viðurkenndi Heimir að fyrir dráttinn hafi hann mest langað að mæta Argentínu og Brasilíu en langaði minnst að mæta Króatíu.

„Við vitum allt um Króatíu. Við erum eins og hjón sem eru alltaf að reyna að skilja. Það gengur ekkert, við tökum alltaf saman aftur. Ég sæki um skilnað við Króatíu eftir þetta mót allavega!"

„Þú velur þér ekkert riðil. Það góða við þetta er að við höfum sannað það fyrir sjálfum okkur að við getum lagt þá af velli. Það er gott að hafa tekið sigur síðast," sagði Heimir við Akraborgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner