Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   þri 21. maí 2024 08:40
Elvar Geir Magnússon
Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal
Powerade
Brian Brobbey er orðaður við Arsenal.
Brian Brobbey er orðaður við Arsenal.
Mynd: EPA
Norður-Írinn McKenna er orðaður við Chelsea og Manchester United.
Norður-Írinn McKenna er orðaður við Chelsea og Manchester United.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin er búin þetta tímabilið og framtíð nokkurra stjóra eru í óvissu. Það er nóg að gera á skrifstofunum þar sem félögin eru þegar á fullri ferð að púsla saman leikmannahópunum fyrir næsta tímabil.

Vincent Kompany (38) stjóri Burnley er meðal stjóra sem koma til greina í stjórastarfið hjá Bayern München en Thomas Tuchel hefur látið af störfum. (Fabrizio Romano)

Kompany hefur áhuga á að taka við Bayern en lið hans Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni. Bayern hefur þegar sett sig í samband við Belgann. (TalkSport)

Aston Villa er nálægt því að fá Ross Barkley (30) aftur til félagsins, fjórum árum eftir að hann spilaði á láni hjá félaginu frá Chelsea. Barkley lék vel með Luton á liðnu tímabili. (Guardian)

Arsenal vill fá sóknarmann áður en liðið heldur í æfingaferð á undirbúningstímabilinu. Svíinn Alexander Isak (24) hjá Newcastle og hollenski framherjinn Brian Brobbey (22) hjá Ajax eru efstir á óskalistanum. (Independent)

Chelsea og Manchester United hafa bæði sett sig í samband við Kieran McKenna, stjóra Ipswich. Óvissa ríkir um framtíð Mauricio Pochettino og Erik ten Hag. (Manchester Evening News)

Úlfarnir fara fram á 60 milljónir punda fyrir portúgalska vængmanninn Pedro Neto (24) en Manchester City og Newcastle hafa áhuga á honum. (Telegraph)

Aston Villa er tilbúið að hlusta á tilboð í brasilíska varnarmanninn Diego Carlos (31) þar sem félagið vinnur að því að standast reglur um hagnað og sjálfbærni. (Telegraph)

Unai Emery stjóri Villa vill fá úrúgvæska varnarmanninn Ronald Araujo (25) frá Barcelona. (Sport)

Stoke hefur áhuga á enska varnarmanninum Conor Coady (31) hjá Leicester. (Teamtalk)

Leicester hyggst keppa við frönsku félögin Lyon og Bres um Mohamed Konate (26), framherja frá Búrkína Faso. Samningur hans við rússneska félagið Akhmat Grozny rennur út í sumar. (Football Insider)

Ange Postecoglou stjóri Tottenham vill fá að minnsta kosti þrjá nýja leikmann í sumar. (ESPN)

Liam Rosenior (39) sem var rekinn frá Hull í lok tímabils gæti tekið við Brighton af Roberto De Zerbi. (Sun)
Athugasemdir
banner