Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   þri 21. maí 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Í BEINNI - 12:00 Dregið í 8-liða úrslit karla og kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins lauk um helgina og það er því ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin, bæði í karla- og kvennaflokki, í hádeginu í dag þriðjudaginn, 21. maí.

Í karlaflokki eru sex lið úr Bestu deildinni en tvö úr Lengjudeildinni; Þór og Keflavík.

Í pottinum í Mjólkurbikar karla: Víkingur, Valur, Fram, Stjarnan, KA, Fylkir, Þór Akureyri, Keflavík.

Í kvennaflokki féllu ríkjandi bikarmeistarar Víkings úr leik í 16-liða úrslitum.

Í pottinum í Mjólkurbikar kvenna: Þór/KA, Keflavík, Grindavík, Valur, Afturelding, FH, Þróttur, Breiðablik.

Dregið verður í 8-liða úrslit í dag klukkan 12:00 í höfuðstöðvum KSÍ. Hægt er að fylgjast með í beinni textalýsingu í þessari frétt. 8-liða úrslitin verða spiluð 12. og 13. júní.
12:15
Þá er ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum
Takk fyrir að fylgjast með.

Eyða Breyta
12:14
Karla: Þór - Stjarnan


Eyða Breyta
12:14
Karla: KA - Fram


Eyða Breyta
12:13
KA fær heimaleik. Kemur Þór upp?

Eyða Breyta
12:13
Karla: Keflavík - Valur


Eyða Breyta
12:13
Keflavík fær heimaleik.

Eyða Breyta
12:12
Karla: Víkingur - Fylkir
Nikolaj ansi góður að draga að vanda.

Eyða Breyta
12:11
Víkingur Reykjavík fær heimaleik. Nikolaj Hansen mætir upp að draga mótherja.

Eyða Breyta
12:11
Þá er drættinum í kvennaflokki lokið og við skellum okkur í karladráttinn


Eyða Breyta
12:10
Kvenna: FH - Þór/KA
FH fær heimaleik.

Eyða Breyta
12:09
Kvenna: Grindavík - Valur


Eyða Breyta
12:09
Kvenna: Afturelding - Þróttur R.


Eyða Breyta
12:08
Afturelding fær heimaleik.

Eyða Breyta
12:08
Kvenna: Breiðablik - Keflavík
Leikið í Kópavoginum.

Eyða Breyta
12:08
Það er byrjað á kvennadrættinum og Breiðablik kemur upp


Eyða Breyta
12:08
Klói tekur sig vel út
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir MagnússonEyða Breyta
12:07
Klói mættur að draga!
Eins og við var búist er rokkstjarna að aðstoða við dráttinn, Kókómjólkurkötturinn Klói stígur upp á svið.

Eyða Breyta
12:04
Eins og venjan er fær fólk að klára að tyggja áður en Birkir tekur til máls og tilkynnir að um opinn drátt sé að ræða og gleðiefni sé hversu góðar veitingarnar séu.

Eyða Breyta
11:59
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Kakan glæsileg en eins og venjulega er einhver hræðsla við að taka fyrstu sneiðina. Kannski mun einhver láta vaða eftir dráttinn.

Eyða Breyta
11:58
Fólk að hrannast inn í salinn. Birkir Sveinsson að sjálfsögðu mættur og mun annast dráttinn. Spurning hvort það komi ekki rokkstjarna eða eitthvað til að veita aðstoð.

Eyða Breyta
11:42
Mættur í Laugardal
Allt klárt fyrir dráttinn og fólk er þegar farið að gæða sér á þeim glæsilegu veitingum sem hér eru í boði. Kjúklingaspjót, skyrdrykkir og súkkulaðikaka þar á meðal.

Eyða Breyta
11:09
Fáum við Akureyrarslag í 8-liða úrslitum?
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Frá viðureign KA og Þórs árið 2021.


Eyða Breyta
10:56
Besta bikarstemningin í Mosó
Besta bikarstemningin í 16-liða úrslitunum var í Mosfellsbæ. Helga Birkisdóttir móðir Birkis Más Sævarssonar leikmanns Vals og Arons Elís Sævarssonar í Aftureldingu var merkt báðum liðum þegar þau mættust. Birkir Már fagnaði sigri að lokum.

Mynd: Raggi Óla


Eyða Breyta
10:41
Umtalaðasta atvikið í 16-liða úrslitum kvenna...
...var klárlega vítadómurinn glórulausi í Garðabæ sem kom Breiðabliki áfram gegn Stjörnunni. Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar var miður sín eftir leikinn.

   19.05.2024 23:24
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið


Eyða Breyta
10:38
Sérfræðingurinn stendur undir nafni
Arnar Daði var með alla leikina rétta þegar hann spáði i 16-liða úrslit karla og alveg ljóst að hann verður aftur látinn spá í 8-liða úrslitin þegar þar að kemur!

   14.05.2024 10:00
Arnar Daði spáir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins


Eyða Breyta
10:36
Best í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir, leikmaður Aftureldingar, en var valin besti leikmaður 2. umferðar Mjólkurbikars kvenna að mati Fótbolta.net. Í vikunni verður opinberað hver verður valin best í 16-liða úrslitunum.

Eyða Breyta
10:34
Bikarmeistararnir úr leik
Lengjudeildarlið Aftureldingar gerði sér lítið fyrir og vann ríkjandi bikarmeistara Víkings í kvennaflokki í 16-liða úrslitunum.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

   19.05.2024 16:43
Mjólkurbikar kvenna: Afturelding sló meistarana úr leik


Eyða Breyta
10:32
Óli Valur bestur í 16-liða úrslitum
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var Óli Valur Ómarsson í Stjörnunni valinn besti leikmaður 16-liða úrslita. Hann skoraði og lagði upp í sigri gegn KR. Í þættinum var farið yfir alla leikina.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

   18.05.2024 16:18
Útvarpsþátturinn - Hvítasunnuhringborðið


Eyða Breyta
10:30
Keflvíkingar slegið út tvö Bestudeildarlið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þó Keflvíkingar hafi farið illa af stað í Lengjudeildinni þá blómstra þeir í bikarnum og hafa slegið út Breiðablik og ÍA. Sami Kamel hefur verið magnaður í keppninni og var valinn bestur í 32-liða úrslitunum.

Eyða Breyta
10:27
Í báðum dráttum eru 6 Bestu deildarlið og 2 Lengjudeildarlið
Í karlaflokki eru það Þór og Keflavík úr Lengjudeildinni. Í kvennaflokki eru það Grindavík og Afturelding sem spila í B-deild.

Eyða Breyta
10:25
Góðan og gleðilegan!
Það verður húllumhæ á Laugardalsvelli klukkan 12 þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins, bæði í karla og kvennaflokki.

8-liða úrslitin í karlaflokki verða spiluð 12. og 13. júní. Í kvennaflokki 11. og 12. júní.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon


Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner