
Arnari fannst ýmisleg ásættanlegt við leik sinna manna þrátt fyrir stórt tap, sá eðlilegan gæðamun þar sem það munar tveim deildum á liðunum en fannst sárt að sjá svona mörg mörk.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 7 KR
„Sár, tapsár, svekktur með úrslitin en ýmislegt í frammistöðunni sem mér fannst ásættanlegt. Á móti liðum eins og KR sem eru tveimur deildum ofar en við er eðlilegt að það sé einhver gæðamunur og sá gæðamunur kom í ljós þegar þeir komu sér í færi og hálffæri að þau enduðu með mörkum á meðan okkar fáu stöður, mun færri en við fengum þó fannst mér þrjú góð færi til þess að skora en þetta er bara svona, munurinn á liðunum er talsverður.'' Voru fyrstu viðbrögð Arnars við 7-1 tapi gegn KR.
„Ég horfi á þetta þannig að við erum að framleiða leikmenn, erum með 15, 16, 17 ára stráka hérna í hópnum hjá okkur, stráka sem koma og spila á móti þessum mönnum sem eru búnir að spila mörg ár í efstu deild og þeir gera ekkert nema græða á því og okkar hlutverk er að búa til eins góða leikmenn og mögulegt er úr því með þessum efnivið sem við höfum'' Segir Arnar um ungu strákana í liðinu.
„Nei þetta er gömul saga og ný, ég held að þeir hafi aðeins vanmetið það að við ætluðum að vinna þennan leik og við fórum ekki út í hann til neins annars og við ætluðum að sýna það. Við byrjuðum á að stimpla vel og þeir voru bara ekki klárir'' Sagði Arnar um byrjunina á leiknum.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir