Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 03. maí 2024 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar gerðu sér góða ferð í Breiðholtið í kvöld þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í 1.umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Njarðvíkingar sóttu góðan sigur á útivelli.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

„Frábært að koma hérna í Breiðholtið sem er mjög erfiður útileikur og vinna, fá þrjú stigin og hvað þá í fyrsta leik. Það gefur oftast extra byr undir báða vængi fyrir framhaldið og gott að ná í þessi þrjú stig." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga sáttur í leikslok.

„Við byrjuðum alveg frábærlega og mér fannst þessi leikur vera svolítið bara við áttum fyrri hálfleikinn og þeir svolítið seinni hálfleikinn. Við byrjuðum virkilega vel og við erum búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik og gerðum allt sem að við þurftum að gera og ég hefði viljað skora fleirri mörk en það er eins og það er." 

„Við náðum þessum tveimur mörkum og svo vissum við það í hálfleik að þeir myndu koma hérna dýrvitlausir í seinni hálfleik fyrsta korterið - tuttugu eins og þetta er oft. Við náðum bara ekki að halda nægilega vel í boltann eins og við erum góðir að gera og þeir ná að pressa okkur." 

„Annaðhvort vorum við bara orðnir of litlir í okkur eða hvernig sem það var en það sem ég er gríðarlega ánægður með er að við stóðum þennan storm af okkur. Við getum ekki bara sótt við getum líka varist og við gerðum það vel fannst mér. Ég er gríðarlega stoltur af strákunum hér í dag."

Njarðvíkurliðið fær nýliða Dalvíkur í heimsókn í næstu umferð og vill Gunnar Heiðar sjá sem flesta á vellinum.

„Ekki spurning. Það er stemning með körfunni og þeir eru búnir að standa sig hrikalega vel og við viljum svolítið fá stemninguna þaðan líka inn í okkur og Njarðvíkur stuðningsmenn fái stemningu allt árið í kring, hvort sem það sé í körfubolta eða fótbolta." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spllaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner