Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fös 03. maí 2024 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar gerðu sér góða ferð í Breiðholtið í kvöld þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í 1.umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Njarðvíkingar sóttu góðan sigur á útivelli.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

„Frábært að koma hérna í Breiðholtið sem er mjög erfiður útileikur og vinna, fá þrjú stigin og hvað þá í fyrsta leik. Það gefur oftast extra byr undir báða vængi fyrir framhaldið og gott að ná í þessi þrjú stig." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga sáttur í leikslok.

„Við byrjuðum alveg frábærlega og mér fannst þessi leikur vera svolítið bara við áttum fyrri hálfleikinn og þeir svolítið seinni hálfleikinn. Við byrjuðum virkilega vel og við erum búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik og gerðum allt sem að við þurftum að gera og ég hefði viljað skora fleirri mörk en það er eins og það er." 

„Við náðum þessum tveimur mörkum og svo vissum við það í hálfleik að þeir myndu koma hérna dýrvitlausir í seinni hálfleik fyrsta korterið - tuttugu eins og þetta er oft. Við náðum bara ekki að halda nægilega vel í boltann eins og við erum góðir að gera og þeir ná að pressa okkur." 

„Annaðhvort vorum við bara orðnir of litlir í okkur eða hvernig sem það var en það sem ég er gríðarlega ánægður með er að við stóðum þennan storm af okkur. Við getum ekki bara sótt við getum líka varist og við gerðum það vel fannst mér. Ég er gríðarlega stoltur af strákunum hér í dag."

Njarðvíkurliðið fær nýliða Dalvíkur í heimsókn í næstu umferð og vill Gunnar Heiðar sjá sem flesta á vellinum.

„Ekki spurning. Það er stemning með körfunni og þeir eru búnir að standa sig hrikalega vel og við viljum svolítið fá stemninguna þaðan líka inn í okkur og Njarðvíkur stuðningsmenn fái stemningu allt árið í kring, hvort sem það sé í körfubolta eða fótbolta." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spllaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner