Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
Stefán Teitur: Tók stutta ræðu og svo var hann bara farinn
Róbert Orri: Var orðinn ágætlega þreyttur á að vera í Montreal
Anton Logi: Svekkjandi að missa Óskar
Nik um Sporting: Verður erfiðasti leikur tímabilsins
Ólafur Ingi: Væri skrítið að vera sáttur við að vera ekki í hópnum
   fös 03. maí 2024 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar gerðu sér góða ferð í Breiðholtið í kvöld þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í 1.umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Njarðvíkingar sóttu góðan sigur á útivelli.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

„Frábært að koma hérna í Breiðholtið sem er mjög erfiður útileikur og vinna, fá þrjú stigin og hvað þá í fyrsta leik. Það gefur oftast extra byr undir báða vængi fyrir framhaldið og gott að ná í þessi þrjú stig." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga sáttur í leikslok.

„Við byrjuðum alveg frábærlega og mér fannst þessi leikur vera svolítið bara við áttum fyrri hálfleikinn og þeir svolítið seinni hálfleikinn. Við byrjuðum virkilega vel og við erum búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik og gerðum allt sem að við þurftum að gera og ég hefði viljað skora fleirri mörk en það er eins og það er." 

„Við náðum þessum tveimur mörkum og svo vissum við það í hálfleik að þeir myndu koma hérna dýrvitlausir í seinni hálfleik fyrsta korterið - tuttugu eins og þetta er oft. Við náðum bara ekki að halda nægilega vel í boltann eins og við erum góðir að gera og þeir ná að pressa okkur." 

„Annaðhvort vorum við bara orðnir of litlir í okkur eða hvernig sem það var en það sem ég er gríðarlega ánægður með er að við stóðum þennan storm af okkur. Við getum ekki bara sótt við getum líka varist og við gerðum það vel fannst mér. Ég er gríðarlega stoltur af strákunum hér í dag."

Njarðvíkurliðið fær nýliða Dalvíkur í heimsókn í næstu umferð og vill Gunnar Heiðar sjá sem flesta á vellinum.

„Ekki spurning. Það er stemning með körfunni og þeir eru búnir að standa sig hrikalega vel og við viljum svolítið fá stemninguna þaðan líka inn í okkur og Njarðvíkur stuðningsmenn fái stemningu allt árið í kring, hvort sem það sé í körfubolta eða fótbolta." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spllaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 20 10 5 5 43 - 26 +17 35
2.    Keflavík 20 9 7 4 33 - 24 +9 34
3.    Fjölnir 20 9 7 4 32 - 24 +8 34
4.    Afturelding 20 10 3 7 36 - 34 +2 33
5.    ÍR 20 8 8 4 28 - 24 +4 32
6.    Njarðvík 20 8 7 5 32 - 27 +5 31
7.    Þróttur R. 20 7 6 7 30 - 26 +4 27
8.    Grindavík 20 6 7 7 38 - 38 0 25
9.    Leiknir R. 20 7 3 10 29 - 31 -2 24
10.    Þór 20 4 8 8 28 - 37 -9 20
11.    Grótta 20 4 4 12 29 - 46 -17 16
12.    Dalvík/Reynir 20 2 7 11 21 - 42 -21 13
Athugasemdir
banner
banner
banner