Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   þri 04. júní 2024 23:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvöllur
Karólína: Ég vissi að Halla myndi mæta
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halla Tómasdóttir í stúkunni í kvöld.
Halla Tómasdóttir í stúkunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst við eiga að vinna þennan leik og við gerðum það mjög vel," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Íslands, eftir 2-1 sigur gegn Austurríki í afar mikilvægum leik í undankeppni EM 2025.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

Það var mikill vindur á meðan leik stóð og aðstæður erfiðar, en íslenska liðið gerði betur í þeim.

„Ég og Sveindís vorum eiginlega bara hlæjandi þarna fremst. Þetta var hrikalega erfitt. Sendingin þurfti að vera fullkomin þegar við vorum með vindinn í bakið og erfitt að koma honum á okkur í fyrri hálfleik. En mér fannst við gera frekar gott úr þessu."

Karólína átti frábærar hornspyrnur í seinni hálfleik og nýtti vindinn vel. Hún setti tvær þeirra í stöngina og sú þriðja rataði beint á Hildi Antonsdóttur í sigurmarkinu.

„Það var engin heppni með mér þarna, sem er smá pirrandi, en ég skora bara næst. Ég og Ási aðstoðarþjálfari æfðum þetta aðeins í gær. Maður sá í fyrri hálfleiknum hvernig þær voru að taka þetta. Ég reyndi að koma þessu á markið og það var leiðinlegt að þetta fór ekki inn," sagði Karólína og um sigurmarkið sagði hún:

„Það var rosalega gaman. Í útileiknum áttum við fínar hornspyrnur og vorum að fá sénsa. Það var hrikalega sætt að sjá hann inni."

Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, var mætt á völlinn til að styðja við bakið á stelpunum.

„Ég vissi að Halla myndi mæta. Ég þekki hana aðeins. Mér finnst hrikalega spennandi að hún sé orðin okkar forseti. Það var hrikalega gaman að sjá hversu margir mættu og sérstaklega í þessu hræðilega veðri. Ég fékk að leiða litlu frænku mína inn á sem var extra sætt fyrir mig. Það gaf mér auka orku."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner