Það er einn leikur á dagskrá í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld þegar Crystal Palace ferðast norður til að heimsækja Doncaster.
Liðin eigast við í næstsíðasta leik 32-liða úrslita bikarsins, þar sem Nottingham Forest heimsækir Exeter annað kvöld.
Crystal Palace leikur í efstu deild enska boltans á meðan Doncaster er í toppbaráttu í League Two, fjórðu efstu deild.
Það er því búist við sigri Palace hér í kvöld sérstaklega þar sem Oliver Glasner hefur enga þörf á því að hvíla leikmenn, það er ekki sérlega mikið leikjaálag á Palace þessa dagana.
Leikur kvöldsins
19:45 Doncaster - Crystal Palace
Athugasemdir