Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 10. júlí 2024 23:34
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Sjötti sigur KH
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
RB 1 - 4 KH
0-1 Sturla Ármannsson ('16 )
0-2 Elmar Freyr Hauksson ('35 )
1-2 Adil Kouskous ('41 , Mark úr víti)
1-3 Friðrik Óskar Reynisson ('63 )
1-4 Kristinn Kári Sigurðarson ('90 )

KH náði í sjötta sigur sinn í 4. deild karla í kvöld er liðið hafði betur gegn RB, 4-1, í Nettóhöllinni í Njarðvík.

Gestirnir komust í tveggja marka forystu. Sturla Ármannsson og Elmar Freyr Hauksson gerðu mörk KH áður en Adil Kouskous minnkaði muninn með marki úr víti undir lok hálfleiksins.

Á síðasta hálftíma leiksins gerðu KH-menn út um leikinn. Friðrik Óskar Reynisson skoraði á 63. mínútu áður en Kristinn Kári Sigurðarson rak smiðshöggið á stórsigrinum með marki undir lokin.

KH er í 3. sæti með 19 stig en RB í næst neðsta sæti með 7 stig.
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tindastóll 18 13 4 1 48 - 14 +34 43
2.    Ýmir 18 11 4 3 50 - 29 +21 37
3.    Árborg 18 10 5 3 46 - 28 +18 35
4.    Hamar 18 9 3 6 45 - 41 +4 30
5.    KÁ 18 5 7 6 41 - 39 +2 22
6.    KH 18 7 1 10 50 - 52 -2 22
7.    Kría 18 6 3 9 38 - 60 -22 21
8.    KFS 18 5 2 11 45 - 46 -1 17
9.    Skallagrímur 18 5 2 11 34 - 40 -6 17
10.    RB 18 2 3 13 26 - 74 -48 9
Athugasemdir
banner
banner