Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
banner
   lau 07. september 2024 20:34
Brynjar Óli Ágústsson
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
<b>Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðablik.</b>
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúlega stolt af liðinu, mér fannst við sína mjög góða frammistöðu sértaklega í seinni hálfleik. Við vorum inn í leiknum allan tímann,'' segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðablik, eftir 0-2 tap gegn Sporting Lisbon í forkeppni Meistaradeild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 Sporting

„Auðvitað erum við vonsviknar að tapa og komast ekki áfram en fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið úr þessum leik og þetta var bara mjög gott lið. Svona heill yfir aðallega ánægð með frammistöðuna.''

„Við vissum að við værum að fara inn í erfiðan leik, en á sama tima leik sem við áttum alveg breik í. Þetta var ekki þannig að við værum að fara tapa leiknum fyrirfram. Stemningin var bara góð og við vorum bara vel upplagðar. Auðvitað smá högg að fá mark snemma, en mér fannst það ekki slá okkur út úr laginu,''

Breiðablik komu sterkar inn í seinni hálfleik og voru að skapa sér miklu fleiri færi heldur en í fyrri hálfleik.

„Við höfðum engu að tapa og vorum eitt núll undir í hálfleik og við ákveðum bara að kýla á þetta. Ef eitthvað var þá fannst mér þær þreytast meira en við. Svo kemur þetta seinna mark, ein í gegn, þær eru helvítið fljótar þarna frammi,'' segir Ásta hlæjandi.

Hannah, markvörður Sporting, brýtur á Samantha í lok fyrri hálfleiks þegar hún hleypur langt fyrir utan teiginn. Þratt fyrir hættulegt brot fær hún aðeins gult spjald fyrir brotið frá Deborah dómara.

„Mér fannst þetta bara rautt. Ég veit ekki með aðra en ég skil ekki laveg, maður var að reyna fá útskýringu frá en hún bullar bara eitthvað dómarinn. Vill meina að það sé leikmaður frá þeim komin niður, mér fannst hún bara vera í sömu línu og markvörðurinn. Mér fannst þetta alveg galið og mér fannst þetta alveg verðskuldað rautt spjald. Ef við hefðum verið einum fleiri hefðum við getað opnað betur á þær og keyrt aðeins meira og fundið svæðin aðeins betur,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner