Það er ekki á hverjum degi þegar að útileikmaður þarf að klæða sig í markmannshanska og verja markið sitt þannig. Það þurfti hins vegar varnarmaðurinn Rory Feely að gera í dag þegar Barrow gerði 1-1 jafntefli við Swindon Town í League Two, D deildinni á Englandi.
Rory Feely er leikmaður Barrow en hann var á bekknum þegar markmaðurinn Paul Farman fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik. Barrow var ekki með neinn varamarkmann á bekknum og þá voru góð ráð dýr.
Varnarmaðurinn Rory Feely kom inn á og stóð sig bara hörkuvel. Hann var næstum því búinn að halda hreinu í leiknum en hann kom inn á í stöðunni 1-0 fyrir Barrow. Swindon jöfnuðu á 98. mínútu leiksins. Þetta er annað markið sem Barrow fær á sig í 5 deildarleikjum.
Það sem vakti athygli var markvarsla Rory Feely eftir skot beint úr aukaspyrnu. Sjá má vörsluna hér að neðan. Stuðningsmenn Barrow fögnuðu vörslunni eins og marki.
What a save from Barrow centre-back Rory Feely! ???????? pic.twitter.com/Uwl4hZtgLP
— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 7, 2024