Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.
Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Svartfjallaland
„Ég myndi segja já og nei. Þetta var alveg fínasta frammistaða hjá okkur, mjög solid. Alvöru Íslensk frammistaða. Höldum hreinu og tvö mörk úr horni þannig við erum ánægðir með það." Sagði Mikael Anderson miðjumaður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.
Svartfellingar töluðu um það fyrir leik að þeir ætluðu að nýta sér veikleika Íslenska liðsins í kvöld en það var ekki að sjá.
„Nei, ég veit ekkert hvað þeir voru að tala um. Við vorum bara mjög góðir varnarlega og bara mjög flott frammistaða hjá okkur. Var mjög ánægður með það."
„Þetta var alveg erfiður leikur. Við vorum að verjast vel og vorum að spila fínan fótbolta. Við hefðum kannski getað skorað eitt mark meira en bara mjög ánægður með leikinn."
„Ég gæti kannski bætt 'end product' hjá mér myndi ég segja. Ég var að koma mér í góðar stöður stundum en náði ekki alveg að fá gæði í síðustu sendinguna en flott frammistaða hjá liðinu og mikilvægur sigur."
Nánar er rætt við Mikael Anderson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Wales | 6 | 3 | 3 | 0 | 9 - 4 | +5 | 12 |
2. Tyrkland | 6 | 3 | 2 | 1 | 9 - 6 | +3 | 11 |
3. Ísland | 6 | 2 | 1 | 3 | 10 - 13 | -3 | 7 |
4. Svartfjallaland | 6 | 1 | 0 | 5 | 4 - 9 | -5 | 3 |