Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 06. september 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Átti erfitt með að taka við tíunni hans Messi
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala skoraði í sigri Argentínu gegn Síle en hann lék í treyju númer tíu, með númerið sem goðsögnin Lionel Messi spilar í. Messi var fjarverandi vegna meiðsla.

Dybala, sem er leikmaður Roma, segir að hann hafi ekki verið viss um hvort hann ætti að þiggja það að spila í peysu númer tíu.

„Starfsliðið tók þá ákvörðun að ég yrði númer tíu. Liðsfélagarnir sögðu að ég ætti að taka númerinu en ég var ekki viss því þetta er mikil ábyrgð. Þegar þú klæðist argentínsku treyjunni snýst þetta um að koma sem best fram sem fulltrúi þjóðarinnar, sýna þínar bestu hliðar og ég tel mig hafa gert það hér í dag," segir Dybala.

Það var tilfinningarík stund fyrir Dybala að snúa aftur í landsliðið en það var mikið högg fyrir hann að vera ekki valinn í Copa America hópinn í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner