Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 06. september 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Höfðu fundið arftaka Eze en ekkert tilboð kom
Eberechi Eze.
Eberechi Eze.
Mynd: EPA
Crystal Palace var búið að gera ráðstafanir fyrir það að Eberechi Eze yrði seldur í sumar.

Steve Parish, stjórnarformaður Palace, sagði frá því á dögunum að hann hefði verið undrandi á því að Eze hefði ekki verið keyptur. Hann var með 68 milljón punda riftunarverð í samningi sínum í sumar.

Palace taldi það öruggt að Eze myndi fara annað en ekkert félag borgaði riftunarverðið fyrir hann.

Samkvæmt Daily Mail þá ætlaði Palace að kaupa Johan Bakayoko, 21 árs gamlan leikmann PSV Eindhoven í Hollandi, í staðinn fyrir Eze.

En það kom ekkert nægilega gott tilboð í Eze og endaði hann á því að vera áfram hjá Palace.
Athugasemdir
banner
banner
banner