Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 10. júlí 2024 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Dumfries: Ég kom varla við hann en tek samt ábyrgð
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Denzel Dumfries segist skilja það vel að enska landsliðið hafi fengið vítaspyrnu er hann sparkaði í Harry Kane í 2-1 tapinu gegn Englandi í kvöld.

Dumfries fór með takkana í Kane sem var ný búinn að hleypa af skoti úr teignum.

Ekki var dæmt á brotið þegar það átti sér stað heldur var Felix Zwayer, dómari leiksins, beðinn um að skoða VAR-skjáinn og dæmdi hann í kjölfarið víti.

Dumfries var að koma í veg fyrir skot og virtust þessi mistök langt í frá því að vera skýr og augljós.

Hollendingurinn kvartaði þó lítið yfir vítaspyrnunni og tók alla ábyrgð á þessu klaufalega broti.

„Ég vil koma í veg fyrir skotið en ég kom varla við hann,“ sagði Dumfries sem svaraði því játandi er hann var spurður hvort honum hafi fundist þetta vera VAR-víti.

„Það er snerting. Á því augnabliki veistu að hann gæti gefið vítaspyrnu. Það er mjög pirrandi en ég tek fulla ábyrgð á því. Þetta var samt ekki viljaverk en já svona hlutir gerast á sekúndubroti. Síðan er gefið víti og svo verður þú bara að halda áfram,“ sagði hann við NOS.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner