Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 10. júlí 2024 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Enzo Le Fée til Roma (Staðfest)
Mynd: Roma
Ítalska félagið Roma hefur staðfest kaupin á franska miðjumanninum Enzo Le Fée en hann kemur til félagsins frá Rennes.

Le Fée er 24 ára gamall og uppalinn hjá Lorient en var fenginn til Rennes fyrir síðustu leiktíð.

Á síðasta tímabili lék hann 35 leiki og gaf 5 stoðsendingar er Rennes hafnaði í 10. sæti deildarinnar.

Roma náði á dögunum samkomulagi við Rennes um kaupverð á Le Fée en það greiðir um 23 milljónir evra.

Le Fée gekkst undir læknisskoðun á dögunum og var hann í dag kynntur sem nýr leikmaður félagsins.

Samkvæmt ítölsku miðlunum er Le Fée nákvæmlega það sem Daniele De Rossi vantaði á miðsvæðið. Frakkinn leikur iðulega sem frjáls 'atta', þar sem hann sækir boltann djúpt, góður leikstjórnandi og býr til gott samspil með vængbakvörðunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner