Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mið 10. júlí 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kallaði eftir því fyrir sex árum að Heimir fengi starfið
Heimir kom Íslandi bæði á EM og HM.
Heimir kom Íslandi bæði á EM og HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru ekki allir Írar sem fagna ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara. Hefðu sumir viljað fá stærra og þekktara nafn í starfið en menn eins og Roy Keane, Steve Bruce og Rafa Benitez höfðu verið orðaðir við það.

En Christopher Harrington er einn af þeim Írum sem fagnar því að fá Heimir inn. Harrington þekkir Heimir líklega meira en flestir aðrir frá Írlandi þar sem hann starfaði lengi í fótboltanum á Íslandi.

Harrington, sem þjálfaði í mörg ár á Íslandi, kallaði eftir því fyrir sex árum að Heimir yrði ráðinn landsliðsþjálfari Írlands.

„Fáið hann inn, leyfið honum að gera þetta á sinn hátt og gefið honum tíma," skrifaði Harrington árið 2018 og rifjar hann þessa færslu upp í dag.

„Ég sagði þetta fyrir sex árum. Frábær maður, leiðtogi og einstaklingur sem mun efla þjóðina okkar og liðið," skrifar hann í dag.

Það verður afar spennandi að fylgjast með Heimi í starfinu en hann þarf klárlega að vinna stuðningsmennina á sitt band. Ef hann kemur liðinu á HM 2026, þá mun það eflaust takast.


Athugasemdir
banner
banner