Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 10. júlí 2024 22:05
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk: Segir manni margt að dómarinn hafi hlaupið inn í klefa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Virgil van Dijk, fyrirliði hollenska landsliðsins, var orðlaus eftir 2-1 tapið gegn Englandi í undanúrslitum Evrópumótsins í Dortmund í kvöld, en hann gagnrýndi um leið frammistöðu dómarans með einni stuttri setningu.

Hollendingar voru brjálaðir yfir dómgæslunni í kvöld. Helst til umræðu er vítaspyrnan sem Hollendingar fengu á sig.

Denzel Dumfries fór klaufalega með sólann á móti Harry Kane sem var að hlaða í skot.

Umræðan í kringum vítið snýst að því að Dumfries er að reyna koma í veg fyrir skotið. VAR kemur inn þegar um skýr og augljós mistök er að ræða.

Engu að síður var Zwayer sendur að skjánum og dæmdi hann vítaspyrnu fyrir Englendinga sem kom þeim aftur inn í leikinn.

„Dómarinn hljóp strax inn í klefa eftir lokaflaut leiksins. Það segir manni ansi margt,“ sagði Van Dijk.

Zwayer og dómarateymi hans hefur verið gagnrýnt harðlega í fjölmiðlum í Hollandi og er hann kominn á svarta listann samkvæmt fyrrum landsliðsmanninum Pierre Van Hooijdonk.

Van Dijk var hálf orðlaus í viðtalinu sem var tekið við hann.

„Ég er orðlaus. Að fá á sig mark svona seint í leiknum er hræðilegt. Þetta er ótrúlega sárt en ég verð að standa hér, þó ég viti ekki hvað skal segja. Þetta er svo sárt,“ sagði Van Dijk.
Athugasemdir
banner
banner
banner