Norski framherjinn Erling Braut Haaland og kærasta hans, Isabel Haugsend Johansen, eiga von á sínu fyrsta barni saman.
Haaland, sem skoraði tvö og varð um leið markahæsti leikmaður í sögu norska landsliðsins, tilkynnti að barn væri á leiðinni eftir 3-0 sigur Noregs á Slóveníu.
Hann setti boltann undir treyju sína og stakk þumal upp í sig fyrir framan myndavélarnar.
Stuttu síðar staðfesti hann endanlega fregnirnar með því að birta mynd af sér á X með lyndistákni af barni og öðru sem stóð undir bráðlega (e. soon).
???????????? pic.twitter.com/vD3jBv4mw3
— Erling Haaland (@ErlingHaaland) October 10, 2024
Athugasemdir