Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fim 11. júlí 2024 15:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ástæðan fyrir skrítnum leiktíma - „Langar að búa í þannig landi"
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vonandi verður stemning í stúkunni.
Vonandi verður stemning í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland spilar á morgun við Þýskaland í undankeppni EM 2025. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli.

Ísland er í öðru sæti í riðli sínum þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025, en Ísland er með þriggja stiga forskot á Austurríki. Þar sem Ísland er með betri árangur en Austurríki í innbyrðis viðureignum þá nægir Íslandi þrjú stig í síðustu tveimur leikjunum. Með sigri á morgun tryggir liðið sér sæti á EM.

Um 1800 miðar voru farnir úr kerfinu hjá KSÍ í dag en leiktíminn er áhugaverður. Leikurinn hefst nefnilega klukkan 16:15.

Ástæðan fyrir leiktímanum er samningur KSÍ við þýska sjónvarpið, en Þjóðverjar eru tveimur tímum á undan okkur. Leikurinn hefst þá 18:15 í Þýskalandi og mun ekki riðla sjónvarpsdagskrá á föstudagskvöldi of mikið.

„Ástæðan er bara samningur við þýska sjónvarpið, ég held að það sé ekki flóknara en það. Þeir vildu hafa hann á þessum tíma og voru góðir við okkur," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag.

Langar að búa í þannig landi, þar sem það er gert
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, var með ákall til fyrirtækja á fundinum.

„Er ekki fínt að byrja helgina á landsleik? Ég vona bara að vinnustaðir taki sig til og leyfi fólki að fara fyrr heim. Jafnvel búi til stemningu eftir hádegi, fólk mæti í treyjum og fari svo saman á landsleik. Mig langar allavega að við búum í þannig landi, þar sem það er gert. Ég vona það," sagði Glódís.
Athugasemdir
banner
banner
banner