PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vona að stytting vinnuvikunnar komi vel inn þarna"
Icelandair
Ísland fagnar sigri gegn Austurríki fyrr í þessum mánuði.
Ísland fagnar sigri gegn Austurríki fyrr í þessum mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd sem var tekin síðast þegar Ísland og Þýskaland mættust á Laugardalsvelli.
Mynd sem var tekin síðast þegar Ísland og Þýskaland mættust á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í dag var landsliðshópur kvenna fyrir tvo síðustu leikina í undankeppni EM 2025 tilkynntur. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí.

Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025, en Ísland er með þriggja stiga forskot á Austurríki. Þar sem Ísland er með betri árangur en Austurríki í innbyrðis viðureignum þá nægir Íslandi þrjú stig í síðustu tveimur leikjunum.

Ísland spilar fyrst við Þýskaland á Laugardalsvelli og getur tryggt sig inn á EM með sigri þar.

„Við förum í engan leik öðruvísi en að við ætlum að vinna hann. Það breytist ekkert þó við séum að spila fyrri leikinn við Þýskaland núna. Við ætlum að vinna Þjóðverja. Það er ekkert öðruvísi. Við erum ekki að fara að bíða neitt eftir seinni leiknum," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag.

Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram á skrítnum tíma en hann byrjar klukkan 16:15 af einhverri ástæðu.

„Þetta er mjög hentugt fyrir okkur sem erum að spila leikinn og undirbúa hann. Það er leiðinlegast sem þú gerir að hanga og bíða eftir fótboltaleik allan daginn. Fyrir okkur er þetta frábær tími og líka upp á endurheimt," sagði Þorsteinn en bætti við:

„Ég skil alveg umræðuna um það að þetta sé ekki draumatímasetning fyrir fólk sem ætlar að mæta á völlinn en ég vona að stytting vinnuvikunnar komi vel inn þarna."

Það verður gaman að sjá hvort Ísland nái að tryggja sig inn á EM í þessum tveimur leikjum. Það er vonandi að það gerist.
Athugasemdir
banner