Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 11. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Berhalter rekinn eftir slakt gengi á Copa America (Staðfest)
Mynd: EPA
Bandaríska fótboltasambandið hefur staðfest brottrekstur þjálfarans Gregg Berhalter en sambandið sendi frá sér tilkynningu þess efnis í gær.

Berhalter, sem lék árum áður með bandaríska landsliðinu, tók fyrst við sem þjálfari árið 2018 og stýrði þá liðinu í fjögur ár. Á þeim tíma vann hann Þjóðadeild CONCACAF og Gullbikarinn.

Samningur hans rann út í desember 2022 eftir HM í Katar en hann tók síðan aftur við liðinu hálfu ári síðar.

Honum mistókst að koma liðinu upp úr riðli sínum í Copa America-keppninni sem haldin er í Bandaríkjunum og hefur hann nú verið rekinn.

Ekki er ljóst hver mun stýra bandaríska liðinu á HM eftir tvö ár en Bandaríkjamenn halda mótið ásamt Kanada og Mexíkó.

Jürgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool. hefur verið orðaður við starfið, en það er talið ólíklegt að hann taki við.
Athugasemdir
banner
banner
banner